Saga Vestmannaeyja I./ XIII. Herfylking Vestmannaeyja, 2. hluti

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. október 2016 kl. 21:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. október 2016 kl. 21:18 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit




Herfylking Vestmannaeyja eins og hún var skipuð í árslok 1857.


Yfirfylkingarstjóri eða höfuðsmaður var Andreas August von Kohl sýslumaður Vestmannaeyinga.
Yfirliðsforingi var Johan Peter Thorkelin Bryde, fæddur í Garði (Danska Garði), er og stundum var nefndur Kornhóll, í Vestmannaeyjum 10. sept. 1831, d. 13. apríl 1910 í Kaupmannahöfn. Foreldrar hans voru Niels Bryde kaupmaður hér og kona hans Birgitte Bryde. Johan P.T. Bryde var með helztu kaupmönnum hér á landi lengi og rak verzlun í Vestmannaeyjum og Reykjavík og víðar. Hann var etazráð að nafnbót. Kona hans var Thora Bryde og voru börn þeirra: 1) Helga Nicoline, er fyrst átti Albech nokkurn kaptein í danska hernum, síðan Jón konsúl Vídalín og voru þau hjón mörgum kunn hér á landi, en þriðji maður Helgu var Henning Matzen prófessor dr. jur. við Kaupmannahafnarháskóla. — 2) Herluf Kjartan Bryde, er tók við verzlun föður síns. — 3) Hjálmar. — 4) Thyra, gift stórkaupmanni Elben í Kaupmannahöfn.
Undirliðsforingi var Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen verzlunarstjóri í Vestmannaeyjum, f. 1835. Hann var sonur Jóhanns Bjarnasonar (Bjarnasen) verzlunarstjóra, Bjarnasonar frá Vatnsleysu í Viðvíkursveit í Skagafirði. En systir Bjarna Bjarnasonar, föður Jóhanns, var Guðrún Bjarnadóttir kona hins mikla kaupsýslumanns Gísla Símonarsonar, er verzlun rak í Reykjavík og í Vestmannaeyjum (Simonsen & Knudtzon) og víðar. Kona Jóhanns Péturs Bjarnasen var Johanne, f. Rasmussen. Móðir hennar var merkiskonan Johanne Eriksen veitingakona hér, er síðan átti [[C. Roed veitingamann. Börn þeirra Bjarnasenshjóna voru: 1) Juliane Sigríður Margrét kona Jóns Árnasonar frá Vilborgarstöðum, síðar kaupmanns í Reykjavík. Synir þeirra: Pétur Jónsson óperusöngvari í Reykjavík og Þorsteinn fyrrv. bankaritari. — 2) [[[Nikolai Carl Frederik Bjarnasen|Nikolai Bjarnasen]] kaupmaður í Rvík, kvæntur Önnu Thorsteinsson. Börn þeirra: Þorsteinn bókari, Hjálmar bankaritari, Gunnar verkfræðingur og Jóhanna, öll gift og búsett í Reykjavík. — 3) Jógann Bjarnasen verzlunarstjóri í Vestmannaeyjum, síðar kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Margréti Þorsteinsdóttur héraðslæknis í Vestmannaeyjum. Þau hjón fóru til Vesturheims með fjórum stálpuðum börnum sínum. Sonur þeirra Pétur var í her Kanadamanna í heimsófriðnum fyrri. — 4) [[Anton Bjarnasen verzlunarstjóri, síðar kaupm. í Vestm.eyjum. Synir hans og Guðrúnar Jónsdóttur (látin 10. nóv. 1890): Jóhann Bjarnasen kaupm. hér, kvæntur Hansínu Gunnarsdóttur Einarssonar konsúls í Reykjavík, og Carl, látinn. Síðar kvæntist Anton Sigríði Guðmundsdóttur prests í Arnarbæli Einarssonar. Þeirra synir: Axel kennari hér, kvæntur Sigríði Jónsdóttur, og Óskar háskólavörður í Reykjavík, kvæntur Rannveigu Helgadóttur frá Dalbæ hér. — 5) Carl Bjarnasen verzlunarmaður í Reykjavík, kvæntur Ingunni Hoffmann. Dætur þeirra: Hulda og Jóhanna, báðar giftar. — 6) Friðrik Bjarnasen trésmíðameistari í Reykjavík, kvæntur Nikoline Petersen. Dóttir þeirra: María, er gift í Reykjavík.
Yfirflokksforingi var Kristján Magnússon verzlunarstjóri. Kristján var fæddur í Stakkagerði í Vestmannaeyjum 20. júlí 1830 og voru foreldrar hans Magnús Guðlaugsson bóndi í Stakkagerði og kona hans Kristín Ögmundsdóttir. Kristján deyði hér 26. febr. 1865. Hann átti konu af dönskum ættum, Petreu Andreu, f. Nielsen, og bjuggu þau hér í eyjum. Eftir lát manns síns fluttist Petrea frá Vestmannaeyjum til Danmerkur með sonu þeirra tvo, Kristján og Magnús Andreas. Kristján yngri, sonur Kristjáns Magnússonar, kallaði sig Magnusen, Christian Magnusen, og ólst upp að mestu í Danmörku. Hann var framkvæmdastjóri vátryggingarfélagsins „Nordisk Brandforsikring“ í Kaupmannahöfn. Var hann talinn meðal helztu forgöngumanna í vátryggingarmálum í Kaupmannahöfn, og hefir samið kennslubók í vátryggingarfræði. Naut mjög ráða hans og aðstoðar og margvíslegrar hjálpar, er stofnað var Brunabótafélag Íslands í Reykjavík.⁹) Kona hans var Gudrun Hermine Thaning. Sonur þeirra rekur vátryggingarstarfsemi í Danmörku. Dóttir Kristjáns Magnusen, Eli Magnusen, er forstöðukona Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Hún var í för með hinum norrænu hjúkrunarkonum, er heimsóttu Ísland 1939.
Fánaberi var Magnús stúdent Austmann hreppstjóri í Nýjabæ, f. að Felli í Mýrdal 12. apríl 1814, sonur séra Jóns Austmanns síðar á Ofanleiti og konu hans Þórdísar Magnúsdóttur. Magnús var fyrsti alþingismaður fyrir Vestmannaeyjar. Kona hans var Kristín Einarsdóttir, systir Árna Einarssonar á Vilborgarstöðum. Magnús var einn með atkvæðamestu mönnum í eyjunum á sínum tíma. Hafði hann verið með afbrigðum vinsæll maður. Sagði svo gamli Jón Jónsson í Gvendarhúsi, sem var skýrleiksmaður mikill og óskjallfrómur, að betri og nýtari maður en Magnús Austmann hefði aldrei verið hér. Magnús deyði í Nýjabæ 15. maí 1859. Þau hjón áttu eigi barn á lífi. Kristín ekkja Magnúsar giftist síðar Þorsteini Jónssyni alþingismanni í Nýjabæ. Þorsteinn lézt á Alþingi sumarið 1886, 28. ágúst. Þau voru barnlaus. Kristín Einarsdóttir dó í Nýjabæ 6. okt. 1899.¹⁰) Fósturdóttir Kristínar Einarsdóttur er Kristín Jónsdóttir frá Hólshúsi, Arnoddssonar í Alberta, Kanada.
Bumbuslagari var Carl Roed veitingamaður, f. 1822 í Danmörku, d. í Vestmannaeyjum 29. des. 1896. Roed var seinni maður frú Johanne Roed veitingakonu, er fyrst stofnaði veitingahús í Vestmannaeyjum.
Bumbuslagari var einnig Lars Tranberg í Larshúsi, skipstjóri og hafnsögumaður hér, f. í Gudhjem á Borgundarhólmi, d. hér 30. sept. 1860. Fyrri kona hans var Guðrún Sigurðardóttir, d. 18. júlí 1842. Dóttir þeirra var Ingunn Mogensen, f. hér 6. maí 1841, er fór til Kaupmannahafnar og giftist þar Mogensen „Krigsassessor“. Frú Ingunn Mogensen andaðist í hárri elli í Kaupmannahöfn 1929. Hún var mjög vel gefin kona. Heimili hennar var góðfrægt og annálað gestrisnisheimili, þar sem margir Íslendingar nutu góðs.¹¹) Börn þeirra Mogensens-hjóna: Just járnbrautarstjóri í Danmörku, Hans Alexander, starfaði við ríkisjárnbrautirnar í Kaupmannahöfn, og Gudrun, ógift, var með móður sinni og stundaði hana í ellinni. — Seinni kona Lars Tranberg var Gunnhildur Oddsdóttir. Börn: 1) Jakob Tranberg sjómaður hér, kvæntur Valgerði Sigurðardóttur frá Brekkhúsi, (leiðr. Heimaslóð). — 2) Amalía Tranberg, fór utan um tvítugsaldur, giftist í París dönskum söðlasmíðameistara, Emil Hansen, fóru síðar til Chigago. — 3) María Tranberg, fósturdóttir Jórunnar Austmann, fór og til Chigago. Deyði þar 1934. Maður hennar var Chr. Nielsen. Gunnhildur Oddsdóttir, móðir þessara systkina, fór í elli sinni til Ameríku.

1. flokkur (Sektion).

Flokksforingi: Jón Salómonsen verzlunarmaður.

1. deild 2. deild
1. Ingimundur Jónsson 8. Þórður Sveinbjörnsson
2. Brynjólfur Halldórsson 9. Jón Guðmundsson
3. Bjarni Bjarnason 10. Einar Guðmundsson
4. Jón Steinmóðsson 11. Ísak Jónsson
5. Guðmundur Pétursson 12. Guðmundur Guðmundsson
6. Guðmundur Ólafsson 13. Eyjólfur Guðmundsson
7. Sæmundur Ólafsson 14. Guðmundur Árnason

Jón Salómonsen, flokksforinginn, var sonur Jóns Salómonssonar kaupmanns í Kúvíkum og bróðir Ragnheiðar Jónsdóttur konu séra Brynjólfs Jónssonar og Jóhönnu Abel konu Jens Abels kaupmanns hér. Kona Jóns Salómonsens var Jórunn, dóttir séra Jóns Austmanns að Ofanleiti. Þau hjón voru barnlaus. Jón dó 1872. Jón var verzlunarmaður og hafnsögumaður. Kaupmennskuleyfi fékk hann 1864. Föðurætt Jóns Salómonsens var af Austurlandi.
1) Ingimundur Jónsson bóndi á Gjábakka, formaður lengi, kvæntur Margréti Jónsdóttur. Börn þeirra: 1) Jón Ingimundarson formaður í Mandal í eyjum, kv. Sigríði Guðmundsdóttur. Börn: Sigríður kona Stefáns Gíslasonar í Ási og Hálfdán, látinn. — 2) Þóranna kona Sigurðar Sveinssonar snikkara í Nýborg í eyjum, lengi yfirsetukona. Börn: Þórunn, drukknaði, er mannskaðinn mikli varð við eyjar á uppstigningardag 1901, og Jónína kona Guðmundar Jónssonar útvegsmanns á Háeyri í eyjum. — 3) Sigríður. Börn hennar og Gísla Árnasonar Gíslasonar leturgrafara í Reykjavík: Árni læknir Gíslason, d. 1917, og Katrín. — 4) Kristján útvegsmaður í Klöpp, kv. Björgu Sigurðardóttur, (leiðr. Heimaslóð.is): Sigurbjörgu Sigurðardóttur. Börn: Sigurjón verzlunarm., látinn, kv. Þóru Þórarinsdóttur, og Guðfinna seinni kona Georgs Gíslasonar kaupmanns í Vestmannaeyjum. — 5) Sesselja kona Jóns Einarssonar kaupmanns á Gjábakka. Þau barnlaus. — 6) Jónína. — 7) Fríður kona Jóns Hjálmarssonar á Gjábakka. Eiga börn. — Sonur Ingimundar Jónssonar var og Páll Ingimundarson í Miðhúsum, faðir Einars Pálssonar.
2) Brynjólfur Halldórsson bóndi í Norðurgarði, formaður og sáttasemjari í eyjum, d. 1874, kv. Jórunni Guðmundsdóttur. Börn þeirra: 1) Margrét kona Hannesar Jónssonar hafnsögumanns og bónda í Miðhúsum. Sjá við drengjasveitina. — 2) Rannveig, giftist Magnúsi Pálssyni í Reykjavík. Börn: Steingrímur, Guðrún, Jórunn og Steinunn. — 3) Þórður. — 4) Magnús. — 5) Salvör, giftist Ólafi Sveinssyni í Reykjavík. Sonur þeirra er Kjartan Ólafsson yfirfiskimatsm. í Húsavík í Vestmannaeyjum. — 6) Guðbjörg, gift á Akureyri. — 7) Halldór „blindi“, kv. Kristínu Vigfúsdóttur, býr í Hafnarfirði.¹²)
3) Bjarni Bjarnason bóndi í Dölum, d. 1890, kv. Margréti Guðmundsdóttur. Börn þeirra: 1) Guðríður kona Guðjóns Jónssonar sýslunefndarmanns í Sjólyst, er drukknaði í október 1896. Synir þeirra: Guðjón sjómaður, var lengi í förum erlendis, kv. Guðbjörgu Jónsdóttur úr Þingeyjarsýslu, og Tómas kaupmaður og útvegsmaður í Höfn hér, kv. Hjörtrósu Hannesdóttur frá Miðhúsum, síðar Sigríði Magnúsdóttur. — 2) Guðrún Bjarnadóttir, fór til Danmerkur. — 3) Einar, kv. Steinvöru Lárusdóttur hreppstjóra Jónssonar á Búastöðum. Fóru til Ameríku. Bjuggu í Blaine Washington. Systur Steinvarar og Jóhönnu, sjá síðar: Ólöf, kona Guðjóns Björnssonar í Kirkjubæ, d. 1944, og Fríður, kona Sturlu Indriðasonar.
4) Jón Steinmóðsson þurrabúðarmaður í Sjóbúð, d. 28. okt. 1896, kv. Helgu Helgadóttur frá Kornhól. Börn þeirra: 1) Kristín, gift Vigfúsi Ólafssyni á Seyðisfirði, og 2) Friðrik í Vestmannaeyjum.
5) Guðmundur Pétursson frá Elínarhúsi, kv. Guðlaugu Jónsdóttur, bjuggu í Smiðjunni. Synir þeirra dóu ungir. Guðmundur var seinna lengi vinnumaður í Frydendal. Dóttir Guðmundar Péturssonar og Margrétar Arnbjörnsdóttur var Guðbjörg í Framnesi, kona Jóns Ísakssonar, er hrapaði í Yztakletti 1890. Synir þeirra: Maríus, kv. Guðveigu Björnsdóttur (leiðr. á Heimaslóð, sbr. V-Skaftf.) úr Mýrdal. Guðjón í Framnesi, kv. Nikólínu Guðnadóttur, og Þóranna kona Sigbjörns Björnssonar á Ekru. Sonur Guðmundar Péturssonar og Elínar Steinmóðsdóttur var Steinmóður sterki, er lengi var vinnumaður hér og síðar á Austfjörðum.
6) Guðmundur Ólafsson bóndi á Vilborgarstöðum, d. 22. maí 1866, kv. Sigríði Stefánsdóttur. Dóttir þeirra: Fides kona Páls Jónssonar húsm. á Vilborgarst. Þau fluttu í Fljótshlíð 1876.
7) Sæmundur Ólafsson skipstjóri á þilskipinu Hansína, er fórst á vertíð 1864. Lagði héðan út 20. marz 1864 og spurðist aldrei til þess síðan. Með Hansínu fórust 7 menn.
8) Þórður Sveinbjörnsson vinnumaður. Hrapaði ofan af húsi 2. febrúar 1860 og beið bana af.
9) Jón Guðmundsson, húsmaður í Jónshúsi, d. 1858.
10) Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum. Hrapaði til bana í Ofanleitishamri vorið 1858. Kv. Kristínu Jónsdóttur. Dóttir þeirra var Ástríður kona Sigurðar Jónssonar á Eystri-Löndum Jónssonar bónda á Vilborgarstöðum. (Leiðr. Heimaslóð). Sonur þeirra er Kristinn útvegsmaður á Löndum. Kona hans er Oktavía Jóhannsdóttir.
11) Ísak Jónsson þurrabúðarmaður í Kastala, seinna bóndi í Norður-Garði, kv. Guðrúnu Ólafsdóttur. Dóttir þeirra var 1) Steinunn, móðir Ólafs Tómassonar skipstjóra, er búsettur var á Spáni og kvæntur þarlendri konu. Drukknaði við Spán fyrir nokkrum árum. — 2) Björg Ísaksdóttir kona Elíasar Sæmundssonar smiðs í Björgvin hér. Börn þeirra: Kristbjörg, Jóhanna, Jónína, Margrét og Jóhann. Fluttust til Reykjavíkur. — 3) Jón Ísaksson áðurnefndur, er hrapaði til bana í Yztakletti. — Sonur Ísaks Jónssonar og Valgerðar Jónsdóttur frá Litlabæ var Hjálmar Ísaksson, kv. Andríu Hannesdóttur frá Grímshjalli. Börn þeirra: Guðríður, gift Halldóri Ásmundssyni á Norðfirði, Jón áðurnefndur á Gjábakka, Ingibjörg, gift Friðbirni Þorkelssyni, Gísli og Hjálmfríður, gift Jóni Kjerúlf frá Melum í Fljótsdal.
12) Guðmundur Guðmundsson í Þorlaugargerði. Kona hans var Guðríður Oddsdóttir. Börn þeirra: 1) Sigríður kona Jóns Ingimundarsonar í Mandal, áðurnefnds, 2) Einar og 3) Guðmundur. Synir Guðmundar yngra Guðmundssonar og Málfríðar Erlendsdóttur voru þeir Þórarinn útvegsmaður á Jaðri hér og Guðjón Guðmundsson skipstjóri, er fórst með togaranum Sviða frá Hafnarfirði 1941. Seinna kvæntist Guðmundur yngri Jórunni Magnúsdóttur frá Presthúsum Vigfússonar. Synir þeirra: Guðmundur, látinn, og Brynjólfur. Dóttir þeirra: Sigríður, gift hér Einari Runólfssyni.
13) Eyjólfur Guðmundsson vinnumaður í Garði, drukknaði 25 ára 30. marz 1859.
14) Guðmundur Árnason meðhjálpari í Ömpuhjalli, d. 9. okt. 1879. Kona hans var Guðný Árnadóttir. Dætur þeirra: 1) Kristín, sjá síðar. — 2) Jónína kona Eiríks Eiríkssonar frá Gjábakka. Þau fluttust vestur um haf og dó Jónína í Spanish Fork í Utah í U.S.A. 1932. — Þriðja dóttirin var Margrét Jóhanna, gift Sigurði Jónssyni, bjuggu í Spanish Fork í Utha. Sonur þeirra var Vilford Johnson verkfræðingur, er var í Bandaríkjahernum í heimsófriðnum.¹³)

2. flokkur

Flokksforingi: Árni Diðriksson bóndi í Stakkagerði.

1. deild 2. deild
1. Sveinn Þórðarson 8. Hreinn Jónsson
2. Sigurður Jónsson 9. Sigurður Jónsson í Túni
3. Eyjólfur Hjaltason 10. Þorsteinn Jónsson
4. Sveinn Sveinsson 11. Jón Jónsson
5. Ísleifur Árnason 12. Guðmundur Guðmundsson
6. Magnús Magnússon 13. Enginn
7. Þórður Einarsson 14. Hannes Sæmundsson

1) Árni Diðriksson, flokksforingi 2. flokks, formaður, bóndi í Stakkagerði. Dugnaðar- og athafnamaður mikill. Árni hrapaði til dauðs í Stórhöfða eftir aldamótin síðustu. Kona Árna var Ásdís Jónsdóttir frá Djúpavogi, d. 1892. Hún hafði áður átt Anders Asmussen, norskan skipstjóra, og bjuggu þau í Stakkagerði. Dætur þeirra voru: María kona Gísla Bjarnasen, sjá síðar, Soffía kona Gísla Stefánssonar kaupmanns í Hlíðarhúsum og Lína. Einkabarn þeirra Árna Diðrikssonar og Ásdísar konu hans var Jóhanna Árnadóttir kona Gísla í Stakkagerði gullsmiðs og kaupfélagsstjóra Lárussonar frá Búastöðum. Eftir Gísla Lárusson er til örnefnaskrá mjög ítarleg, yfir örnefni í Vestmannaeyjum.¹⁴) Jóhanna var forstöðukona Kvenfélagsins Líknar. Börn þeirra hjóna Gísla og Jóhönnu: 1) Theódóra, giftist í Vestmannaeyjum Ravn Pedersen verzlunarmanni hjá G.J. Johnsen, af dönskum ættum. Þau fóru síðar til Bandaríkjanna. Theódóra deyði í Kaupmannahöfn 1920 úr spönsku veikinni. Var hún á heimleið frá Ameríku til Íslands til að heimsækja ættfólk sitt. — 2) Árni verzlunarmaður, nú í Reykjavík, kv. Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Seyðisfirði. — 3) Lárus, látinn. — 4) Georg kaupmaður í Vestmannaeyjum, kv. Guðfinnu Kristjánsdóttur, sjá áður. Fyrri kona Georgs var Jakobína Sighvatsdóttir bankastjóra í Reykjavík Bjarnasonar. — 5) Kristín kona Bjarna Sighvatssonar bankaritara í Reykjavík. — Bróðir Árna Diðrikssonar var Þórður Diðriksson, er getur í landnámssögu Íslendinga í Utha. Þórður skrifaði ferðasögu um för sína til Utha 1856.
1) Sveinn Þórðarson Brynjólfssonar prests á Kálfafelli. Sveinn var beykir og bjó hér á Löndum. Kona hans var Helga Árnadóttir. Þau hjón fluttust ásamt dóttur sinni Sólveigu til Vesturheims héðan 1878 og bjuggu síðast í Castle Walley í U.S.A. Sólveig Sveinsdóttir giftist Árna Árnasyni frá Vilborgarstöðum (Löndum, segir í Vesturfaraskrá, Heimaslóð) og bjuggu þau í Bandaríkjunum. Synir þeirra eru: 1) Oscar Mathew Johnson, innritaðist í verkfræðingadeild Bandaríkjahersins 1917. Hann var sæmdur heiðursmerki fyrir dugnað, hugrekki og dygga þjónustu á vígvelli í heimsófriðnum. — 2) Henry Johnson, gekk og í Bandaríkjaherinn.
2) Sigurður Jónsson lausamaður í Kirkjubæ, seinna vinnumaður í Norður-Garði, d. 1867.
3) Eyjólfur Hjaltason þurrabúðarmaður á Löndum, d. 30. des. 1884, kv. Arndísi Sigurðardóttur. Börn þeirra: 1) Sigurður, 2) Ingibjörg og 3) Þórunn.
4) Sveinn Sveinsson formaður og bóndi í Háagarði, drukknaði á vertíð 1869. Kona hans var Valgerður Sigurðardóttir. Börn þeirra: 1) Jósef, sjá síðar við drengjasveitina. — 2) Sigríður. — 3) Björg, býr í Ameríku. — 4) Ragnheiður kona Sigmundar Finnssonar í Uppsölum. Börn þeirra: Finnur Jósef, kv. Þórunni Einarsdóttur, og Guðrún kona Vilhjálms Tómassonar útgerðarmanns í Keflavík.
5) Ísleifur Árnason, fluttist undir Eyjafjöll 1861.
6) Magnús Magnússon á Vilborgarstöðum, d. 1879, kv. Arnbjörgu Árnadóttur. Börn þeirra: 1) Árni, drukknaði. — 2) Þuríður. — 3) Guðfinna. — 4) María Björg. Fluttist til Rvíkur.
7) Þórður Einarsson bóndi á Vilborgarstöðum, d. 1860, kv. Ástríði Jónsdóttur. Börn þeirra: 1) Guðrún kona Sigurðar Ólafssonar, sjá síðar. — 2) Gróa kona Ingvars Árnasonar í Hólshúsi.
8) Hreinn Jónsson þurrabúðarmaður í Brandshúsi, drukknaði á þilskipinu Hansínu 1864, kv. Sigríði Ólafsdóttur. Börn þeirra: 1) Ingibjörg kona Jóns Einarssonar á Garðsstöðum. Dætur þeirra: Sigríður gift Kristjáni Sæmundssyni frá Vilborgarstöðum, sjá síðar, og Jónína gift Kristmanni Þorkelssyni útvegsmanni og fiskimatsmanni, nú í Reykjavík. — 2) Jón Hreinsson, kv. Kristínu Guðmundsdóttur Árnasonar frá Mandal, sjá áður. Þau hjón fluttust til Utah og var Jón fyrir verzlunar- og iðnaðarfélagi Íslendinga í Spanish Fork.
9) Sigurður Jónsson í Túni, seinna í Stóra-Gerði, drukknaði á þilskipinu [[Hansína, þilskip|Hansínu 1864. Kona hans var Járngerður Sigurðardóttir. Börn þeirra: 1) Sigurður, 2) [[Guðrún Sigurðardóttir (Stóra-Gerði)|Guðrún]] og 3) Jón. Járngerður fluttist upp í land eftir lát manns síns með börn sín.¹⁵) Jón Sigurðsson bjó í Seljalandsseli undir Eyjafjöllum. Börn hans eru: Árni Jónsson verzlunarm. hér við verzlun G. Ólafsson & Co., Eyjólfur Eyfells listmálari í Reykjavík, Sigurjón Jónsson úrsmiður s.st., Einar Jónsson bóndi á Tjörnum, Eyjólfur Jónsson í Sandgerði, Járngerður, gift kona á Tjörnum, og Anna, ógift í Vestmannaeyjum.
10) Þorsteinn Jónsson, ekkill í Grímshjalli, drukknaði á þilskipinu Hansínu 1864.
11) Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum, drukknaði, er hann var á rekum við Torfmýri 22. júlí 1865, kv. Vilborgu Jónsdóttur. Börn þeirra: 1) Árni, 2) Guðrún, 3) Vigdís og 4) Margrét, fóru allar til Ameríku, 5) Bjarni, drukknaði í Vestmannaeyjum, og 6) Jóhanna, ógift í Reykjavík.
12) Guðmundur Guðmundsson smiður í Grímshjalli, d. 1890, kv. Valgerði Magnúsdóttur. Synir þeirra: 1) Guðmundur og 2) Sigurður.
14) Hannes Sæmundsson vinnumaður í Nýjabæ, hrapaði í hvannarótaferð í Dufþekju í Heimakletti 2. júlí 1865. Lík Hannesar rak í Landeyjum og var jarðsett við Krosskirkju.

3. flokkur.
Flokksforingi: Gísli Bjarnasen.
1. deild 2. deild
1. Guðbrandur Guðbrandsson 8. Jón Jónsson
2. Jón Þorkelsson 9. Jón Sverrisson
3. Bergur Magnússon 10. Jón Magnússon
4. Magnús Eyjólfsson 11. Ingvar Ólafsson
5. Davíð Ólafsson 12. Magnús Pálsson
6. Pétur Halldórsson 13. Magnús Diðriksson
7. Enginn 14. Enginn

Gísli Bjarnasen, seinna verzlunarstjóri, bróðir Péturs Bjarnasens áðurnefnds, átti Maríu Andersdóttur, hálfsystur Jóhönnu dóttur Árna Diðrikssonar, sjá áður. Fluttu þau hjón Gísli og María frá Vestmannaeyjum til Kaupmannahafnar 1885 ásamt sex börnum þeirra hjóna, en þau voru: 1) Jóhann, ílengdist í Ameríku. Hans var getið fyrir frækilega framgöngu við björgun, er norsk-ameríska farþegaskipið Norge fórst. — 2) María, gift í Svendborg í Danmörku. — 3) Rósa, gift Danielsen skrifstofustjóra hjá Sameinaða gufuskipafélaginu í Kaupmannahöfn. — 4) Niels kaupmaður í London. — 5) Pétur verzlunarstjóri í Kaupmannahöfn. — 6) Jóhanna, gift í Kaupmannahöfn. — Sonur Gísla Bjarnasens var Gísli Bjarnasen, faðir Jóns á Ármóti hér og þeirra systkina.
1) Guðbrandur Guðbrandsson á Fögruvöllum, d. 28. maí 1866, kv. Margréti Hannesdóttur. Synir þeirra: 1) Sigurður og 2) Jón, er hrapaði til dauðs í Hánni 2. júlí 1868.
2) Jón Þorkelsson á Oddsstöðum, drukknaði á þilskipinu Helgu 1867.
3) Bergur Magnússon á Vilborgarstöðum, hrapaði í Dufþekju 23. ágúst 1866, kv. Guðbjörgu Árnadóttur, barnlaus. Dóttir Bergs Magnússonar og Sigþrúðar Ormsdóttur fyrri konu hans var Elísabet kona Arnbjörns Ögmundssonar bónda í Presthúsum. Börn þeirra: Bergur, (leiðr. Heimaslóð), Bergmundur, býr í Vestmannaeyjum, kv. Elínu Björnsdóttur, Þorbjörn, kv. Margréti Gunnarsdóttur, Guðbjörg, ógift, og Ágústa, gift Kristni Jónssyni verzlunarmanni við verzlun G. Ólafsson & Co. hér. — Bræður Arnbjörns Ögmundssonar voru Ögmundur Ögmundsson í Landakoti, faðir Þórönnu s.st., og Jón Ögmundsson (Dalbæ), faðir Þóru s.st
4) Magnús Eyjólfsson, kv. Guðrúnu Guðmundsdóttur. Dætur þeirra: 1) Guðlaug, 2) María og 3) Ragnhildur. Magnús þótti hinn ágætasti smiður. Hann smíðaði korða fyrir Herfylkinguna og þóttu þeir eigi gefa þeim útlendu eftir. Eftir Magnús er silfurskjöldurinn í Landakirkju, er eyjamenn gáfu í minningu prestshjónanna séra Jóns Austmanns á Ofanleiti og konu hans. Magnús Eyjólfsson fluttist héðan í Fljótshlíð 1861.
5) Davíð Ólafsson. Davíð hrapaði sem frægt varð ofan af Súlnaskeri í sjó og komst lífs af. Davíð flutti héðan 1866. Fór síðar til Ameríku.
6) Pétur Halldórsson, d. 1872, kv. Margréti Jónsdóttur. Börn þeirra: 1) Árni og 2) Fides. Fides fluttist til Seyðisfjarðar 1886.
8) Jón Jónsson húsmaður á Vilborgarstöðum, deyði af kulda og vosbúð í útilegunni 1869, kv. Sigríði Eiríksdóttur. Börn þeirra: 1) Elín og 2) Sigurður áðurnefndur á Eystri-Löndum.
9) Jón Sverrisson, d. 1859, kv. Margréti Jónsdóttur. Börn þeirra: 1) Einar og 2) Sverrir, er fór til Ameríku, kv. Guðrúnu Pálsdóttur úr Borgarfirði.
10) Jón Magnússon, kv. Halldóru Jónsdóttur. Dætur þeirra: 1) Kristín og 2) Jóhanna. — Dóttir Jóns er Una skáldkona, er gaf út 1929 ljóðakverið Vestmannaeyjaljóð.
11) Ingvar Ólafsson lausamaður í Ottahúsi, seinna bóndi á Steinsstöðum, fannst örendur milli bæja 13. jan. 1866. Kona hans var Kristín Jónsdóttir, er fyrr átti Einar bónda Guðmundsson á Steinsstöðum, sjá áður. Sonur Ingvars og Kristínar var Ólafur Ingvarsson, d. 1942, húsmaður á Miðhúsum.
13) Magnús Pálsson, deyði á ferð í Landeyjum 1869, kv. Oddnýju Þórðardóttur. Dætur þeirra: 1) Jóhanna kona Jóhannesar Þorlákssonar. Jóhannes var bróðir frú Sigríðar Johnsen í Frydendal. Þau Jóhannes og Jóhanna kona hans fóru til Ameríku. Börn þeirra: a) Magnús, er drukknaði við björgun í Winnipegvatni, kvæntur Moníku Einarsdóttur Sudford, úr Barðastrandarsýslu. Þau áttu tvo syni: Stefán Sudford Thorlaksson, f. 1897, hann var í heimsstyrjöldinni í Kanadahernum frá marz 1916 og til stríðsloka, særðist eigi, og Edward Julius Thorlaksson, f. í Big Point í Man. 1899. Stundaði nám við Wesley College í Winnipeg, en gekk í Kanadaherinn í heimsófriðnum, í apríl 1915, var yngsti Íslendingurinn í hernum, og var til stríðsloka. Særðist eigi. Er nú í New-York. Var sæmdur doktorsnafnbót við háskóla í Ameríku fyrir ritgerð um Jón Sigurðsson. Dr. Edward Julius Thorlaksson er kunnur meðal Íslendinga vestanhafs. b) Steinunn Jóhannesdóttir, gift J. Valdimar Magnússon yfirprentara við blaðið Lögberg í Winnipeg. Meðal barna þeirra er Leonard Magnússon. Hann var flugmaður í Kanadahernum í heimsófriðnum. c) Stefán Jóhannesson Thorlaksson búfræðingur og bóndi í Sask. í Kanada, ókvæntur. Hann var í heimsstyrjöldinni og féll í orustunni við Ypres í Frakklandi 2. júlí 1916. Stefán Thorlaksson hafði fundið upp handsprengjuvél (Bomb throwing machine). Var ákveðið af yfirmönnum hans, að hann skyldi sendur á herforingjaskóla, en hann féll, eins og áður segir, áður en til þess kæmi. Stefán var sæmdur heiðursmerki fyrir góða framgöngu.¹³) — Dóttir Magnúsar á Vilborgarstöðum Pálssonar og konu hans var og: 2) Oddný yfirsetukona í Vestmannaeyjum, giftist Eiríki Bjarnasyni. Þau hjón fluttust til Ameríku. Sonur þeirra Magnús Bjarnason, f. í Churchbridge í Sask. 1892, var í styrjöldinni miklu, særðist og missti annan fótinn.¹³)
13) Magnús Diðriksson í Stakkagerði, drukknaði á þilskipinu Hansínu 1864.

Heimildir og umfjöllun neðanmáls í þessum kafla:
9) Sjá umsagnir í dagblöðum um stofnun Brunabótafélags Íslands.
10) Alþingismannatal 1930.
11) Dr. Jón Helgason biskup: Íslendingar í Danmörku.
12) Um Halldór Brynjólfsson sjá Lesbók Morgunbl. sunnud. 11. apr. 1937.
13) Minningarrit íslenzkra hermanna 1914—1918, Winnipeg 1923, bls. 341, 96, 258.
14) Skráin er á Landsbókasafninu.
15) Guðrún Sigurðardóttir (Guðrún blinda) er á lífi á Brekkum í Hvolhreppi, 84 ára, 1937, — sjá Lesbók Morgunbl. 20. júní 1937.

3. hluti

Til baka


Saga Vestmannaeyja efnisyfirlit