Carl Anders Bjarnasen
Carl Anders Bjarnasen (líka Karl Bjarnason) frá Garðinum, síðar verslunarmaður í Reykjavík fæddist 4. febrúar 1868, d. 1903.
Foreldrar hans voru Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen verslunarstjóri, f. 15. nóvember 1834, d. 1. maí 1869, og kona hans Johanne Caroline Hansdóttir Rassmussen, f. 2. september 1835, d. 25. febrúar 1920.
Börn Jóhanns Péturs Bjarnasen og Johanne Caroline í Eyjum voru:
1. Juliane Sigríður Margrét Bjarnasen húsfreyja í Reykjavík, f. 7. október 1859, d. 1941.
2. Nikolai Carl Frederik Bjarnasen kaupmaður og skipaafgreiðslumaður í Reykjavík, f. 22. desember 1860, d. 12. desember 1948.
3. Jóhann Morten Peter Bjarnasen verslunarstjóri í Garðinum, f. 8. apríl 1862, síðar í Bandaríkjunum.
4. Anton Gísli Emil Bjarnasen útvegsbóndi verslunarstjóri í Garðinum, kaupmaður í Dagsbrún, f. 5. desember 1863, d. 22. mars 1916.
5. Frederik Bjarnasen smiður og verslunarmaður í Rvk, f. 21. nóvember 1865, d. 4. september 1944.
6. Carl Anders Bjarnasen verslunarmaður í Reykjavík, f. 4. febrúar 1868, d. 1903.
Faðir Carls Anders lést, er hann var á 2. árinu. Móðir hans giftist Jes Nicolai Thomsen verslunarstjóra í Godthaab 1870 og dvaldi Carl með þeim.
Hann var verslunarþjónn í Reykjavík 1890, bjó á Vesturgötu 11 1901 með Ingunni og dóttur þeirra Huldu.
Carl Anders lést 1903.
Kona hans, (1895), var Ingunn Jakobína Hoffmann Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1872, d. 14. apríl 1914.
Börn þeirra hér:
1. Hulda Karlsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 13. júlí 1901, d. 25. ágúst 1984. Hún var gift Birni Björnssyni stórkaupmanni í London.
2. Elínborg Ingunn Bjarnasen húsfreyja, f. 30. júní 1903.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.