Ástríður Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)
Ástríður Jónsdóttir húsfreyja á Löndum og Vilborgarstöðum fæddist 28. júlí 1825 á Reyni í Mýrdal og lést 3. janúar 1904 í Hólshúsi.
Faðir hennar var Jón Þorgeirsson bóndi í Mýrdal, síðar bóndi á Oddsstöðum, f. 1808 á Rauðhálsi í Mýrdal, d. 6. júní 1866 í Vanangri.
Móðir Ástríðar var Sigríður Ámundadóttir, húsfreyja í Kastala, f. 1798 í Hjörleifshöfða, d. 26. maí 1863.
Ástríður var með móður sinni á Reyni í Mýrdal til 1826 og með henni á Dyrhólum þar 1826-1830, í Reynishólum þar 1830-1831, í Norðurgarði þar 1831-1832, í Reynisdal þar 1832-1833, á Dyrhólum 1833-1836.
Hún fór til Eyja 1836, var þar húsfreyja á Löndum 1845 og 1850, á Vilborgarstöðum 1855 og 1860, - varð ekkja á því ári. Hún var vinnukona á Vilborgarstöðum 1870, í Nýjabæ 1890, en var komin til Gróu dóttur sinnar í Hólshúsi 1901 og dvaldi þar til dd. 1904.
Maður Ástríðar var Þórður Einarsson á Löndum, síðar sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 1822, d. 27. mars 1860.
Börn Ástríðar og Þórðar voru:
1. Einar Þórðarson, f. 31. janúar 1843, d. 5. febrúar 1843 úr ginklofa..
2. Ingibjörg Þórðardóttir, f. 6. september 1844, d. 1. mars 1890.
3. Sigríður Þórðardóttir, f. 2. janúar 1848, d. 15. janúar 1848 „af Barnaveikin“.
4. Guðrún Þórðardóttir, f. 19. ágúst 1849, d. 12. júní 1921, húsfreyja í Vegg, kona Sigurðar Ólafssonar.
5. Jóhanna Þórðardóttir, f. 31. janúar 1852, d. 6. febrúar 1852 „af Barnaveikleika“.
6. Gróa Þórðardóttir, f. 18. febrúar 1853, d. 19. janúar 1935, húsfreyja í Hólshúsi, kona Ingvars Árnasonar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.