Ingimundur Jónsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingimundur Jónsson var Skaftfellingur að uppruna, fæddur 20. ágúst 1829 og lést 25. apríl 1912. Ingimundur var kunnur maður og hlaut meðal annars virðingarstöður í Herfylkingunni. Börn Ingimundar og Margrétar konu hans urðu þekktir borgarar í Vestmannaeyjum, svo sem Kristján í Klöpp, Jón í Mandal og Þóranna ljósmóðir í Nýborg.

Ingimundur var hreppstjóri í Vestmannaeyjum. Einnig var hann bóndi og formaður á Gjábakka-vestri.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Ingimundur Jónsson á Gjábakka fæddist 20. ágúst 1829 á Reyni í Mýrdal og lést 25. apríl 1912.
Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson bóndi, f. 1803 og kona hans Ingveldur Ingimundardóttir, f. 1789.

Ingimundur var með foreldrum sínum á Reyni til ársins 1830, á Rauðhálsi 1830-1844/5.
Hann var vinnumaður í Stóra-Gerði 1845, á Miðhúsum 1850 og 1855, húsmaður á Gjábakka 1860, síðan bóndi þar, formaður og hreppstjóri, að síðustu húsmaður þar.
Ingimundur var um skeið formaður á yngri Björgu.
Hann var undirforingi (korporal) í Herfylkingunni 1858, fánaberi 1859.

I. Kona Ingimundar, (1858), var Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1835 í Eyjum, d. 6. febrúar 1916.
Börn þeirra:
1. Jón Ingimundarson skipasmiður og útvegsmaður í Mandal, f. 3. ágúst 1856, d. 21. apríl 1937, kvæntur Sigríði Guðnýju Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 22. apríl 1957, d. 12. maí 1914.
2. Þóranna Ingimundardóttir ljósmóðir í Nýborg, f. 16. janúar 1859, d. 14. mars 1929, gift Sigurði Sveinssyni bónda, útgerðarmanni og smið, f. 28. júlí 1841, d. 11. maí 1929.
3. Stefán Ingimundarson, f. 17. ágúst 1860, d. 11. febrúar 1866 „úr uppdráttarveiki“.
4. Sigríður Ingimundardóttir vinnukona, f. 8. desember 1861, d. 19. apríl 1898.
5. Sigurlaug Ingimundardóttir, f. 14. maí 1864, d. 23. maí 1864 úr ginklofa.
6. Ingveldur Ingimundardóttir, f. 1. apríl 1865, d. 8. apríl 1865 „af almennum ungbarnaveikleika“.
7. Sigurður Ingimundarson, f. 28. apríl 1866, d. 6. maí 1866 úr ginklofa.
8. Kristján Ingimundarson útvegsbóndi og fiskimatsmaður í Klöpp, f. 26. júní 1867, d. 14. október 1952, kvæntur Sigurbjörgu Sigurðardóttur húsfreyju, f. 3. maí 1861, d. 10. mars 1931.
Þau voru foreldrar Guðfinnu Kristjánsdóttur konu Georgs Gíslasonar.
9. Ingveldur Ingimundardóttir, f. 2. janúar 1870, d. 3. júní 1873.
10. Sigurður Ingimundarson, f. 12. júní 1872, d. 31. maí 1890 úr lungnabólgu.
11. Sesselja Ingimundardóttir húsfreyja, f. 16. september 1874, d. 1. apríl 1949, gift Jóni Einarssyni kaupmanni og útgerðarmanni á Stóra Gjábakka, f. 8. apríl 1867, d. 19. desember 1936.
12. Jónína Björg Ingimundardóttir vinnukona, f. 9. apríl 1877, d. 3. janúar 1930.
13. Guðrún Ingimundardóttir, f. 9. apríl 1879, d. 2. september 1879 úr „sáraveiki“.
14. Fríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 23. maí 1881, d. 8. júní 1950, gift Jóni Hjálmarssyni útgerðarmanni í Sætúni, f. 24. október 1890, d. 18. nóvember 1945.

II. Barn Ingimundar með Hólmfríði Guðmundsdóttur í Fagurlyst var
15. Páll Ingimundarson, f. 10. ágúst 1854, d. 19. mars 1902.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.