Sigríður Sveinsdóttir (Háagarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigríður Sveinsdóttir vinnukona frá Háagarði fæddist 18. júní 1849 og lést 2. september 1925.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sveinsson sjávarbóndi í Háagarði, f. 26. desember 1825, drukknaði 30. mars 1859, og kona hans Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. ágúst 1822, d. 3. febrúar 1894.

Systkini Sigríðar í Eyjum:
1. Ragnheiður Sveinsdóttir húsfreyja í Uppsölum, kona Sigmundar Finnssonar.
2. Jósef Sveinsson sjómaður, f. 9. júní 1848, d. 26. febrúar1869 í Útilegunni miklu.
3. Björg Sveinsdóttir húsfreyja, kona Stefáns Guðmundar Erlendssonar. Hún fór til Vesturheims.

Sigríður var hjá foreldrum sínum í Götu 1850, fósturbarn á Búastöðum 1855 og 1860, 21 árs niðursetningur í Norðurgarði 1870.
Hún var 30 ára vinnukona í Álfhólum í V-Landeyjum 1880, 40 ára vinnukona í Stóra-Gerði 1890, hjú í Dalbæ 1901.
Sigríður var í Uppsölum hjá Ragnheiði systur sinni 1910 og 1920.
Hún lést 1920.

I. Barnsfaðir Sigríðar var Dagbjartur Vigfússon vinnumaður frá Hólshúsi, síðar í Vesturheimi, f. 7. september 1865.
Barn þeirra var
1. Nikolína Dagbjartsdóttir, f. 4. nóvember 1890, d. 6. desember 1890.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.