Hjálmar Ísaksson (Kuðungi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi fæddist 7. september 1860 og lést 3. október 1929.
Foreldrar hans voru Ísak Jakob Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 1833, og barnsmóðir hans Valgerður Jónsdóttir frá Norðurgarði, síðar húsfreyja í Litlabæ og að lokum meðal útflytjenda til Vesturheims 1886, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896.

Hjálmar var á fyrsta ári með Valgerði móður sinni og hálfsystur sinni Guðríði Wúlfsdóttur í Kastala 1860. Þar voru einnig Guðrún systir Valgerðar og dóttir hennar Hjálmfríður Hjálmarsdóttir eins árs.
Hann var 10 ára niðursetningur á Vesturhúsum 1870 hjá Sveini Hjaltasyni ekkli, bónda og bústýru hans Ingibjörgu Ólafsdóttur.
Við manntal 1880 var Hjálmar 20 ára vinnumaður í Þorlaugargerði hjá Jóni Jónssyni Austmann og Rósu Hjartardóttur, en 1890 var hann kominn í Kuðung með Andríu og börnin Guðríði, Valdemöru Ingibjörgu og Jón.
Við manntal 1910 var Hjálmar ekkill í Kuðungi með bústýru. Hjá honum var barnið Jónína Rakel Pétursdóttir, f. 10. janúar 1908, dóttir Jóhönnu dóttur hans. Jónína Rakel dó 1915.
1920 bjó Hjálmar í Kirkjudal, sem hann hafði þá nýlega byggt. Þar var og kona hans Jóhanna Björnsdóttir.

I. Barnsmóðir Hjálmars var Kristín Jónsdóttir frá Stóra-Gerði, f. 24. september 1861. Foreldrar Jón Magnússon sjávarbóndi og meðhjálpari, þá í Háagarði, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja.
Barn þeirra var
1. Jóhanna Hjálmarsdóttir, f. 23. september 1884, d. 31. maí 1912.

II. Kona Hjálmars, (1886), Andría Hannesdóttir húsfreyja, f. 2. október 1857, d. 8. júlí 1900.
Börn þeirra:
2. Guðríður Hjálmarsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. 9. janúar 1884, d. 22. maí 1956.
3. Andvana fætt meybarn 20. janúar 1889.
4. Gísli Hjálmarsson verkamaður, f. 18. janúar 1893, d. 28. ágúst 1913.
5. Valdemara Ingibjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Götu, f. 27. október 1886 á Héraði, d. 7. ágúst 1969, kona Friðbjörns Þorkelssonar sjómanns frá Seyðisfirði.
6. Jón Hjálmarsson útgerðarmaður í Sætúni, f. 24. október 1890, d. 18. nóvember 1945, kvæntur Fríði Ingimundardóttur.
7. Hjálmfríður Andrea Hjálmarsdóttir, f. 6. nóvember 1897, d. 29. júní 1960, húsfreyja í Neskaupstað.

III. síðari kona Hjálmars, (25. júní 1914), var Jóhanna Björnsdóttir ekkja frá Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, f. 26. september 1865, d. 10. september 1943.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.