Kristín Vigfúsdóttir (Sjávargötu)
Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja í Sjávargötu fæddist 2. september 1865 á Heylæk í Fljótshlíð og lést 5. janúar 1936 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson frá Svínhaga á Rangárvöllum, bóndi á Heylæk, f. 1837, d. 26. mars 1881, og bústýra, síðar kona hans Guðfinna Vigfúsdóttir frá Vindási á Rangárvöllum, f. 4. september 1831, d. 27. janúar 1913.
Kristín var með foreldrum sínum á Heylæk í æsku og síðan með móður sinni þar, uns hún fluttist til Eyja.
Hún eignaðist Steinunni með Sveinbirni Sveinssyni 1892, fluttist með hana frá Heylæk til Eyja 1907.
Þau Halldór Brynjólfsson giftu sig á árinu og voru húsfólk í Gvendarhúsi.
Þau voru komin í Sjávargötu 1909 og bjuggu þar, uns þau fluttust til Hafnarfjarðar 1920. Þar var Steinunn dóttir Kristínar húsfreyja. Hún hafði farið í gagnfræðaskólann í Flensborg 1910 og giftist í Hafnarfirði.
Kristín bjó með Halldóri í Hafnarfirði og annaðist hann blindan.
Hún lést 1936, en hann 1948.
Umsögn Halldórs: „Aldrei sá ég konuna mína, en ég vissi svona hér um bil hvernig hún var. Og þó að ég hafi aldrei fyrir hitt nema gott fólk, þá hjálpaði konan mín mér mest og best gegnum þetta líf, þetta myrkur. Það þótti nú á sínum tíma heldur óaðgengilegt fyrir hana að eiga mig, en með guðs hjálp þurftum við aldrei að leita á annarra náðir í efnahagslegu tilliti og þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur mér liðið alveg eins og vel og jafnöldrum mínum og æskufélögum sem fengu að halda sjóninni og sjá enn...“
Maður Kristínar, (8. desember 1907), var Halldór Brynjólfsson blindur sjómaður frá Norðurgarði, f. 12. janúar 1873, d. 28. janúar 1948.
Barn þeirra var
1. Brynjólfur Þórður Kristinn Halldórsson, f. 1. júlí 1909, var á lífi við manntal 1910. Hann var ekki með foreldrum sínum í Sjávargötu 1911, en dánardægur hans finnst ekki.
Barn Kristínar og fósturbarn Halldórs var
2. Steinunn Sveinbjörnsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 24. maí 1892, d. 24. nóvember 1984.
Faðir hennar var Sveinbjörn Sveinsson, f. 23. apríl 1863, d. 22. september 1918. Hann fluttiist til Vesturheims, en snéri heim.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1954, Hetju minnzt.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.