Valgerður Sigurðardóttir (Jakobshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Sigurðardóttir frá Brekkuhúsi, húsfreyja í Jakobshúsi, fæddist 10. nóvember 1862 á Bryggjum í A-Landeyjum og lést 21. nóvember 1906.
Athugasemd: Valgerður er nefnd Þorgerður í Sögu Vestmannaeyja I.288.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ögmundsson bóndi á Bryggjum og síðar í Brekkuhúsi, f. 28. mars 1834, fluttist til Vesturheims 1905, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1824, d. 5. september 1894.

Föðurbróðir Valgerðar var Guðmundur Ögmundsson vitavörður í Batavíu.
Systkini hennar í Eyjum voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir, f. 28. júní 1860, d. 6. desember 1883, ógift.
2. Guðlaugur Sigurðsson bóndi og sjómaður í Brekkuhúsi, síðar í Vesturheimi, f. 6. október 1864, kvæntur Margréti Árnadóttur.
3. Guðrún Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, f. 23. janúar 1866, d. 6. apríl 1937. Sambýlismaður hennar var Sighvatur Jón Gunnlaugsson kaupmaður og bóndi á Sandhól á Reykjanesi, Gull., f. 3. október 1856, d. 4. október 1940.

Valgerður var með foreldrum sínum á Bryggjum 1870. Hún var 17 ára með þeim í Brekkuhúsi 1880.
Á árinu 1890 var hún bústýra í Godthaabsfjósi með Jakobi og barni þeirra Guðrúnu á fyrsta ári.
Við manntal 1901 var hún gift húsfreyja í Jakobshúsi með Jakobi og þrem börnum þeirra, Ágústi 8 ára, Guðrúnu 11 ára og Valdimar Tranberg eins árs.
Hún lést 1906.

Maður Valgerðar, (3. nóvember 1892), var Jakob Tranberg sjómaður, f. 7. ágúst 1860, d. 21. maí 1945. Hún var fyrri kona hans.
Börn Jakobs og Valgerðar hér:
1. Sæmundur Tranberg Jakobsson, f. 16. desember 1885, d. 22. mars 1888.
2. Guðrún Tranberg Jakobsdóttir, f. 17. mars 1890, d. 6. febrúar 1975, hjú hjá Sigurði í Nýborg 1910. Hún giftist Kristjáni sjómanni í Eyjum. Þau skildu barnlaus. Hún var síðast búsett í Reykjavík.
3. Ágúst Jakobsson Tranberg, f. 16. ágúst 1892, d. 21. október 1981. Hann fór til Vesturheims 1911 frá Lundi.
4. Sigurður Tranberg Jakobsson, f. 20. febrúar 1899, d. 28. febrúar 1899.
5. Valdimar Tranberg Jakobsson, f. 25. október 1900, d. 9. apríl 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.