Einar Pálsson (Langholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Pálsson sjómaður, vélstjóri í Langholti fæddist 5. maí 1875 og lést 4. desember 1918.
Foreldrar hans voru Páll Ingimundarson frá Gjábakka, f. 10. ágúst 1854, d. 19. mars 1902, og barnsmóðir hans Guðrún Erlendsdóttir, þá vinnukona á Gjábakka, en á Oddsstöðum við fæðingu hans, f. 8. júlí 1850, lést í Vesturheimi.

Hálfsystkini Páls föður Einars voru önnur börn Ingimundar á Gjábakka.
Hálfbróðir Páls var einnig Friðsteinn Guðmundur Jónsson sonur Hólmfríðar í Fagurlyst, en hún var barnsmóðir Ingimundar á Gjábakka. Friðsteinn var faðir Ágústu í Garðshorni, konu Haraldar Jónassonar.

Einar var nýfæddur með föður sínum á Gjábakka 1875. Þar var hann einnig 1876 og 1877, með móður sinni á Vilborgarstöðum 1878.
Hann var fluttur að Svaðbæli u. Eyjafjöllum 1879 og var þar tökubarn, léttadrengur í Ystabæli þar 1890.
Einar fluttist frá Hlíð u. Eyjafjöllum til Eyja 1899, var vinnumaður á Ofanleiti 1901, vinnumaður með Jónínu í Hlíðarhúsi 1902 við fæðingu Páls Júlíusar og 1903 við fæðingu Mettu, húsmaður í Vegg 1906 með Jónínu og 2 börn þeirra, Mettu, og Hólmfríði á 1. ári, en Páll Júlíus var í fóstri. Þau voru í Sjóbúð 1908 og enn 1910 með sömu áhöfn.
Þau Jónína reistu Langholt við Vestmannabraut 48A 1911 og bjuggu þar síðan.
Einar lést 1918.

I. Barnsmóðir Einars var Helga Ólafsdóttir frá Landakoti á Miðnesi, vinnukona á Miðbælisbökkum u. Eyjafjöllum 1901, f. 29. júlí 1855, d. 5. maí 1914. Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson bóndi í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, f. 20. desember 1826 í Ormskoti þar , d. 30. maí 1882 á Leiru þar, og kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, f. í janúar 1828, (skírð 17. janúar), í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 16. júlí 1895.
Barn þeirra var
1. Lúther Einarsson sjómaður, f. 2. október 1895, drukknaði, er e.s. Áslaug frá Haugasundi fórst 24. desember 1929.
2. Gunnólfur Einarsson sjómaður á Þórshöfn, verkstjóri í Heiðarhöfn og síðar í Kumblavík og á Þórshöfn, f. 13. apríl 1899, d. 10. febrúar 1981. Kona hans Guðlaug Lárusdóttir.

II. Kona Einars, (15. desember 1908), var Jónína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. maí 1877 í Grímsnesi, d. 31. desember 1925 .
Börn þeirra hér:
3. Páll Júlíus Einarsson verkamaður, vélgæslumaður í Reykjavík, f. 29. júlí 1902 í Hlíðarhúsi, d. 25. mars 1986. Kona hans Jónína Pálsdóttir.
4. Metta Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. september 1903 í Hlíðarhúsi, d. 5. mars 1982. Menn hennar Oddur Guðmundsson og Jóhannes Guðmundsson.
5. Hólmfríður Einarsdóttir, f. 5. desember 1906 í Vegg, d. 25. júlí 1982. Hún fluttist til Danmerkur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.