Jón Sverrisson (Túni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Sverrisson húsmaður í Túni fæddist 19. júní 1833 í Heiðarseli á Síðu og lést 10. maí 1859 í Túni.
Foreldrar hans voru Sverrir Guðmundsson bóndi á Heiði á Síðu 1835, síðar vinnumaður á Vilborgarstöðum, f. 17. nóvember 1808, d. 23. mars 1848, og kona hans Guðríður Guðnadóttir húsfreyja, f. 1799, d. 12. júlí 1864.

Jón var hjá foreldrum sínum í Heiðarseli til ársins 1835, var tökubarn í Holti á Síðu 1835-1836, var aftur hjá foreldrum sínum 1836-1838, fór þá með þeim til Suðurnesja.
Hann var síðan í fóstri á Vilborgarstöðum 1845-1847, en þar var faðir hans ekkill og vinnumaður.
Faðir hans lést 1848 og á því ári var Jón 15 ára vinnumaður í Nýjabæ. Hann var enn vinnumaður í Nýjabæ 1850, á Vilborgarstöðum 1851 og 1852, í Garðinum 1853-1854 og í Frydendal 1855, og 1856 við giftingu þeirra Margrétar.
Þau bjuggu í Steinmóðshúsi 1857, Túni 1858 með sonunum tveim og þar var Guðríður móðir hans með þeim. Þar lést hann 1859.

I. Kona Jóns Sverrissonar, (19. júní 1856), var Margrét Jónsdóttir húsfreyja frá Gjábakka, f. 6. apríl 1825, d. 25. desember 1865.
Börn Jóns og Margrétar hér:
1. Margrét Jónsdóttir, f. 16. desember 1854, d. 24. desember 1854, dó „af ginklofa að sögn“.
2. Einar Jónsson, f. 11. febrúar 1856.
3. Sverrir Jónsson, f. 6. nóvember 1857. Hann fór til Vesturheims frá Löndum 1892.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.