Hannes Sæmundsson (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hannes Sæmundsson vinnumaður í Nýjabæ fæddist 3. febrúar 1832 í Tjarnarkoti í A-Landeyjum og hrapaði til bana 21. júlí 1858.
Foreldrar hans voru Sæmundur Símonarson bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. í október 1801 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 17. júlí 1846 á Kirkjulandi, og fyrri kona hans Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1796, d. 26. ágúst 1843.

Föðurbróðir Hannesar var Jón Símonarson bóndi í Gvendarhúsi, faðir Jóns í Gvendarhúsi.
Systkini Hannesar í Eyjum voru:
1. Hreinn Sæmundsson vinnumaður í Frydendal, f. 14. mars 1829, d. 1. október 1850.
2. Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum, f. 1. október 1835, d. 12. mars 1880.
3. Jónas Sæmundsson sjómaður, f. 31. ágúst 1841. Hann fluttist til Danmerkur 1867.

Hannes var með foreldrum sínum 1835 og 1840, með ekklinum föður sínum á Kirkjulandi 1845, léttadrengur á Skíðbakka 1850.
Hann fluttist til Eyja 1851 og var þá vinnumaður í Nýjabæ. Þar var hann enn 1858, er hann hrapaði úr Dufþekju við hvannatekju.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.