Þorsteinn Jónsson (þingmaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þorsteinn Jónsson, hreppstjóri og alþingsmaður.

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Þorsteinn Jónsson


Þorsteinn Jónsson var hreppstjóri og bóndi í Nýjabæ. Hann var alþingismaður Vestmannaeyja frá 1875 til 1886. Þorsteinn fæddist í Sólheimum í Mýrdal þann 11. maí 1840 og lést í Reykjavík 28. ágúst 1886. Foreldrar Þorsteins voru Jón Eyjólfsson (fæddur 7. júlí 1815, dáinn 26. maí 1900) bóndi í Ytri-Sólheimum, og kona hans, Karitas (fædd 1815, dáin 28. mars 1985) dóttir Þorsteins bónda í Sólheimum Þórsteinssonar. Þorsteinn kvæntist þann 1. nóvember 1861 Krístínu (fædd 5. nóvember 1817, dáin 10 júní 1899) dóttur Einars bónda á Vilborgarstöðum Sigurðssonar og konu hans Vigdísar Guðmundsdóttur. Þorsteinn var bóndi í Nýjabæ í Vestmannaeyjum frá 1861 til æviloka.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.