Ás

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ás

Húsið Ás við Kirkjuveg 49 var byggt árið 1903. Þar bjó lengi vel Sighvatur Bjarnason (Sighvatur í Ási), skipstjóri og útgerðarmaður, ásamt konu sinni, Guðmundu Torfadóttur og börnum þeirra. Einnig var bakarí í kjallaranum. Nú búa í Ási Bragi Ólafsson (Bragi á Fluginu) og kona hans Laufey Bjarnadóttir. Fengu þau viðurkenningu árið 2006 frá Umhverfissviði bæjarins og Rotaryklúbbnum fyrir endurbætur til fyrirmyndar.
Heimildir

  • Kirkjuvegur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.