Guðríður Oddsdóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit


Guðríður Oddsdóttir húsfreyja í Litlakoti og húskona á Kirkjubæ fæddist 1826 á Kirkjubæjarklaustri og lést 18. nóvember 1901 í Mandal.
Faðir hennar var Oddur bóndi og meðhjálpari í Þykkvabæ 1845, meðhjálpari að Breiðabólsstað II í Kirkjubæjarklausturssókn 1817, f. 28. júní 1795 að Seglbúðum í Landbroti, d. 23. nóvember 1859, Jónsson bónda og hreppstjóra, lengst á Kirkjubæjarklaustri, f. 1. maí 1758 á Bakka í Öxnadal, Eyjaf., d. 22. september 1840 í Þykkvabæ, Magnússonar bónda á Bakka í Öxnadal, Magnússonar, og konu Magnúsar á Bakka, Sigríðar húsfreyju, f. 1725, d. 1. júní 1793, Bjarnadóttur „gamla“ bónda á Skjaldarstöðum í Öxnadal, Rafnssonar og konu Bjarna „gamla“, Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Móðir Odds í Þykkvabæ og kona Jóns hreppstjóra, (28. júlí 1792), var Guðríður húsfreyja, f. 1772 í Hörgsdal á Síðu, d. 12. nóvember 1860, Oddsdóttir bónda og hreppstjóra í Eystra-Hrauni í Landbroti, f. 1741, d. 14. október 1797, Bjarnasonar, og konu Odds hreppstjóra, Guðlaugar húsfreyju, f. 1750, d. 24. maí 1803, Björnsdóttur.

Móðir Guðríðar og fyrri kona Odds var Oddný húsfreyja í Þykkvabæ 1845, f. 1787 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 3. september 1851 í Þykkvabæ, Árnadóttir bónda í Hrífunesi, f. 1741 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 16. júní 1811 í Hrífunesi, Árnasonar bónda á Herjólfsstöðum, f. (1705), Jónssonar, og fyrstu konu Árna, Oddnýjar húsfreyju, f. 1707, d. 10. ágúst 1747, Björnsdóttur.
Móðir Oddnýjar í Þykkvabæ og kona Árna í Hrífunesi var Kristín húsfreyja, f. 1758, d. 17. júní 1811, Sigurðardóttir.

Guðríður var systir Tíla Oddssonar sjávarbónda í Norðurgarði, f. 6. júní 1832, drukknaði með Bjarna Ólafssyni í Svaðkoti 16. júní 1833.

Guðríður var hjá foreldrum sínum í Þykkvabæ til ársins 1846, var vinnukona á Keldunúpi á Síðu 1846-1849. Þá fór hún í Landeyjar, var vinnukona þar á Bakka 1850, síðan í Hallgeirsey þar.
Hún var vinnukona í Nöjsomhed 1855, húsfreyja í Litlakoti 1860, húskona á Kirkjubæ 1861-1865, ekkja í Norðurgarði í lok árs 1865 með börnin Sigríði og Guðmund með sér, þannig í Þorlaugargerði 1866-1869, húskona og skráð vefari í Þorlaugargerði 1870, ekkja þar með sömu börn 1871-1873.
Hún missti Odd son sinn 1871.
Hún var ekkja með börnin í Kornhól 1874, húskona þar 1875, með Guðmund son sinn þar 1876 og 1877.
Guðríður var með Guðmund hjá Sigríði dóttur sinni og Jóni Ingimundarsyni á Löndum 1878-1880, hjá Sigríði í Mandal 1881-dd.
Hún lést 1901.

Maður Guðríðar Oddsdóttur var Guðmundur Guðmundsson tómthúsmaður, sjómaður í Litlakoti og húsmaður á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865.
Börn Guðríðar og Guðmundar hér:
1. Sigríður Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja í Mandal, f. 22. apríl 1857, d. 12. maí 1914, gift Jóni Ingimundarsyni.
2. Einar Guðmundsson, f. 15. apríl 1858 í Þorlaugargerði, d. 19. apríl 1890.
3. Oddur Guðmundsson, f. 28. júní 1860, hrapaði til bana 23. júní 1871.
4. Guðmundur Guðmundsson, f. 6. júlí 1864, d. 24. nóvember 1928, kvæntur Jórunni Magnúsdóttur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.