Madama Roed

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ane Johanne Frederiksdatter Grüner Eriksen Roed fæddist 1810 í Kaupmannahöfn og lést 23. nóvember 1878.
Meðal annarra nafna hennar í skrám og bókum:
Anne Johanne
Anne Johnne Ericksen
Ane Johanne Ericsen
Mad. Ericsen
Johanne Ericsen
Frú Roed
Johanne Friðriksdóttir
en oftast kölluð Madama Roed.

Madama Roed fluttist að Godthaab frá Kaupmannahöfn 1834, 24 ára þjónustustúlka undir nafninu Ane Johanne Grüner, ásamt fjölskyldu Kemps verslunarstjóra.
Hún var 24 ára þjónustustúlka í Godthaab 1834, eignaðist Johanne Caroline með Jens Christian Rasmussen skipper 1835, en hann er sennilega sá Hans Christian skipper, sem drukknaði 28. september 1835. 1837 var þar einnig Morten Eriksen skipstjóri.

ctr


Frydendal frá tímum Madama Roed.


Þau Morten bjuggu hjón í Frydendal 1838. Morten Frederik sonur þeirra var þar einnig, á 1. ári. Jóhanna Karólina finnst ekki þá. 1840 voru þau í Frydendal með Morten Frederick og Johanne Caroline 5 ára.
Madama Roed var veitingakona í Frydendal ásamt Carl Roed síðari manni sínum. Þar var einnig tekið við sjúku, heimilislausu fólki, sjóhrökktum mönnum. Hún var brautryðjandi í garðrækt í Eyjum og markaði þar djúp spor. Madama Roed kom víða við í sögu Eyjanna og síðast við útför sína, sem þótti söguleg.
Úr Bliki 1980: „Árið 1893 eða þrem árum áður en Carl W. Roed, fyrrverandi veitingamaður og beykir, lézt, skrifaði Sigurður bóndi Sigurfinnsson, síðar hreppsstjóri í Eyjum, fréttir frá byggðarlagi sínu í blaðið Fjallkonuna í Reykjavík. Þar segir hann um C. W. Roed:
„Nú reikar Roed með sinn vonarvöl hér daglega um göturnar sem þurfamaður, öllum ástvinum horfinn, lotinn af elli og beygður af margvíslegu andstreymi lífsins. En það er þessi fallegi, síglaði, gamli maður með úlfhvítt höfuð af hærum, sem Vestmannaeyingar eiga mikið að þakka hvað garðræktina snertir.
Meðan Roed var hér húsráðandi með konu sinni, var hús þeirra hjóna sannkölluð hjálparhella allra sjóhraktra manna, er hingað komu eða hjúkrunar þurftu með. Hjá þeim var bæði hjúkrunar- og veitingahús, en ekki eingöngu brennivínskompa eða hælislaus bjórhöll.““

I. Barnsfaðir Madama Roed var Hans Christian Rasmussen, þá skipstjóri til heimilis í Godthaab, f. 1801, drukknaði sennilega 28. september 1835.
Barn þeirra var
1. Johanne Caroline Rasmussen, síðar kona Jóhanns Péturs Benedikts Bjarnasen verslunarstjóra og síðast kona Jes Nicolai Thomsen verslunarstjóra. Hún var fædd 2. september 1835 og lést 25. febrúar 1920.

II. Fyrri maður Madama Roed, (29. september 1837), var Morten Eriksen, danskur maður, formaður á hákarlajakt. Skip hans lagði út 13. maí 1847 og hvarf sporlaust.
Barn þeirra var
2. Morten Frederik Eriksen, f. 23. júlí 1838, d. 22. nóvember 1850, drukknaði við Landeyjasand.

III. Síðari maður hennar, (2. nóvember 1866), var Carl Wilhelm Roed veitingamaður og beykir, f. 1824, d. 29. desember 1896.
Barn þeirra var
3. María Soffía Friðrikka Roed, f. 26. júlí 1851, d. 27. desember 1864.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.