Bergur Magnússon (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Bergur Magnússon á Vilborgarstöðum fæddist 29. ágúst 1837, hrapaði til bana í Dufþekju 23. ágúst 1866.
Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 1801, d. 9. júlí 1851, og kona hans Guðbjörg Daníelsdóttir húsfreyja, f. 1801, d. 27. desember 1888.

Magnús var með foreldrum sínum 1845 og 1850, með ekkjunni móður sinni 1855, 19 ára. Þar er ógift vinnukona Sigþrúður Ormsdóttir 24 ára. 1860 er þar einnig ógifta vinnukonan Sigþrúður Ormsdóttir og barn henna Elísabet Bergsdóttir þriggja ára.
Á öðrum bæ á Vilborgarstöðum er þá vinnukonan Guðbjörg Árnadóttir 26 ára.
Bergur var í Herfylkingunni.

I. Sambýliskona Bergs var Sigþrúður Ormsdóttir, f. 1833, d. 30. september 1861.
Barn þeirra var
1. Elísabet Bergsdóttir, f. 1. desember 1857, d. 6. júlí 1928.
Hún varð kona Arnbjörns Ögmundssonar í Presthúsum.
Þau voru foreldrar Bergmundar Arnbjörnssonar, Þorbjörns Arnbjörnssonar, Ágústu Arnbjörnsdóttur húsfreyju, konu Kristins Jónssonar á Tanganum og Guðbjargar Arnbjörnsdóttur.

II. Kona Bergs, (9. október 1863), var Guðbjörg Árnadóttir, f. 6. október 1835, d. 1. nóvember 1928. Hann var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar (1876) var Sæmundur Guðmundsson húsmaður á Vilborgarstöðum.
Barn þeirra var
2. Sigurður Bergsson, f. 16. júní 1865, d. 20. maí 1874 „úr innvortis meinsemdum“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.