Vilborg Jónsdóttir (Ólafshúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vilborg Jónsdóttir húsfreyja í Ólafshúsum fæddist 27. október 1823 og lést 29. október 1878.
Faðir hennar var Jón Þorkelsson bóndi í Svaðkoti, f. í nóvember 1795 í Danska Garði, fórst 5. mars 1834 af teinæringnum Þurfalingi við Nausthamar með Jónasi Vestmann, formanni og áhöfn.
Móðir Vilborgar var Vigdís Þorbjörnsdóttir húsfreyja í Svaðkoti, f. 1800 u. Eyjafjöllum, d. 23. febrúar 1860 í Eyjum.

Vilborg fermdist 1837, 14 ára. Hún var húsfreyja í Ólafshúsum 1845, 1850 og 1860, ekkja þar 1870 með börnin Árna 17 ára, Guðrúnu 16 ára, Vigdísi 14 ára, Margréti 8 ára og Jóhönnu 6 ára. Hún lést niðursetningur á Vilborgarstöðum 1878.

Maður Vilborgar, (1845), var Jón Jónsson frá Hreiðri í Holtum, bóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865, er hann gekk á reka við Torfmýri.
Börn Vilborgar og Jóns hér:
1. Vigdís Jónsdóttir, f. 21. janúar 1846, d. 29. janúar 1846 „af ginklofa“.
2. Þóranna Jónsdóttir, f. 10. janúar 1847, d. 18. janúar 1847 úr „ginklofa trismusi“ (þ.e ginklofi, stífkrampi).
3. Jón Jónsson, f. 22. júlí 1848, d. 25. júlí 1848 „af ginklofanum“.
4. Ingvar Jónsson, f. 7. ágúst 1849, d. 16. ágúst 1849 „af Barnaveikin“.
5. Jón Jónsson, f. 10. ágúst 1850, d. 23. ágúst 1850 „af Barnaveikleika“.
6. Margrét Jónsdóttir, f. 11. maí 1852, d. 16. maí 1852 „af Barnaveikleika“.
7. Árni Jónsson, f. 27. ágúst 1853, í Eyjum 1870, fór síðar til Vesturheims.
8. Guðrún Jónsdóttir, f. 16. október 1854, d. 6. ágúst 1932 á Seyðisfirði.
9. Vigdís Jónsdóttir, f. 29. september 1856, vinnukona í Vanangri 1880, v.k. í Elínarhúsi 1890, hjú í Mandal 1901, fór til Vesturheims 1904.
10. Bjarni Jónsson, f. 25. janúar 1857, drukknaði 9. febrúar 1895.
11. Jóhanna Jónsdóttir, f. 31. janúar 1859, d. 9. febrúar 1859 úr ginklofa.
12. Margrét Jónsdóttir, f. 30. október 1862, fór síðar til Vesturheims.
13. Eyjólfur Jónsson, f. 16. júlí 1864, d. 23. júlí 1864 „af ginklofa“.
14. Jóhanna Jónsdóttir, f. 6. október 1865, var í Eyjum 1870, fósturbarn á Vilborgarstöðum 1880, fluttist til Reykjavíkur, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.