Notandaspjall:Viglundur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sæll, Viktor Það hefur varla verið mikill heiður fyrir danskt etatsráð að fá slíka orðu, en ég hef bætt því við. Kv. Víglundur Þór


Glúmur.
Bestu þakkir fyrir ábendinguna. Villan hefur verið fjarlægð.
Hvernig ert þú kominn af Unni?
Kv.
V.

Varðandi Pálínu Einarsdóttur í Götu

Sæll Víglundur Ég heiti Magnús Óskar Ingvarsson og er fyrrverandi kennari. Ástæða þess að ég skrifa þér þessar línur er sú að ég er sonarsonur Pálínu Einarsdóttur í Götu, sem var sambýliskona Ingimundar (Kohl) sem skráður var Árnason. Ýmislegt smávegis um hana langar mig að færa til betri vegar og bæta örlitlu við en ég get það ekki þar sem greinin er vernduð. Mér sýnist að þú sért sá sem verndaði greinina. Mig langar að fara fram á að greinin verði "afvernduð" svo að ég geti gert á henni þessar breytingar, svo má mín vegna vernda hana aftur.

Annar möguleiki er sá að veita mér stjórnandaréttindi hér á Heimaslóð. Ég hef verið stjórnandi á Wikipediu í 10 ár, svo að ég hef allnokkra reynslu í svona málum. Ég hygg að Smári P. McCarthy muni eftir mér undir notandaheitinu moi síðan hann var einn af öflugustu mönnum þar. Ef það þykir of í lagt þá skil ég vel þá afstöðu.

Með kveðju, Magnús Ó. Ingvarsson

PS: Auk þess að vera amma mín þá var Pálína langamma konunnar minnar, en hún er dótturdóttir Pálma í Götu sem var sonur Pálínu og Ingimundar.

Kv. M

Svar til Magnúsar 29. mars 2015.

Komdu sæll, Magnús Þakka þér fyrir póstinn.
Það er samkomulag við þá, sem teljast stjórna Heimaslóð, að ég fái að rita æviskrár fólks, sem bjó í Eyjum og þar með börn þeirra, en þetta er ekki hugsað sem afkomendaskrá að öðru leyti.
Það er litið á skrifin sem hugverk mitt og þessvegna eru þau vernduð. Það er svipað og gert er við verk ýmissa annarra höfunda á Heimaslóð, t.d. Blik, Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, Sögu Vestmannaeyja og Ritverk Árna Árnasonar.
Að þessu leyti er Heimaslóð ólík Wikipediu, þó að hún byggi á svipuðu kerfi að öðru leyti.
Mér finnst, að nettæknin hafi þau áhrif í bráð og lengd, að ekki þurfi að prenta og gefa út æviskrár í bókum í þeim mæli, sem tíðkast hefur.
Þér er velkomið að skrifa mér um þau atriði í stuttri skrá Pálínu eða annarra, sem þú telur, að þar eigi að vera eða ekki að vera, og mun ég að sjálsögðu bæta þar um og vísa til þín í heimildum.
Þú getur örugglega fengið ritaraleyfi, og getur þá sett á slóðina það, sem þú hefur löngun til að skrifa um og snertir sögu Eyjanna, fólks og viðburða.
Bestu kveðjur Víglundur Þór Þorsteinsson

1. apríl 2015 Mér sýnist fyrra svar mitt ekki hafa borist þér.
Ég er reiðubúinn að láta þér eftir síðu Pálínu og mun þá eyða henni.
Láttu mig vita hug þinn. Kv. Víglundur

2. apríl 2015 Sæll Vinsamlegast lestu spjall mitt síðustu daga. Kv. V.

Takk fyrir þetta Víglundur! Kveðja, M