Jóhanna Jónsdóttir (Ólafshúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Jónsdóttir frá Ólafshúsum fæddist 6. október 1865 og lést 7. apríl 1940.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1823, d. 29. október 1878.

Jóhanna fæddist tveim vikum eftir lát föður síns. Hún var með móður sinni í Ólafshúsum 1870, missti hana 1978, var fósturbarn á Vilborgarstöðum 1880, vinnukona í Frydendal frá 1884 og fór þaðan til Reykjavíkur 1886.
Hún var vinnukona á Ingólfsstræti 9 í Reykjavík hjá Kristjáni Jónssyni háyfirdómara og Önnu Þórarinsdóttur húsfreyju 1890.
Jóhanna finnst ekki 1901, en var sjúklingur á Vífilsstöðum 1910, þvottakona, leigjandi í Austurstræti 19 1920.
Hún lést 1940.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.