Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhann Pétur Benedikt Jóhannsson Bjarnasen verslunarstjóri fæddist 15. nóvember 1834 á Skagaströnd og lést 1. maí 1869.
Foreldrar hans voru Jóhann Bjarnasen verslunarstjóri, f. 9. febrúar 1808, d. 18. júlí 1845, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1816, d. 13. apríl 1842.

Pétur fluttist til Eyja með foreldrum sínum 1837, þá á þriðja ári.
Móðir hans lést 1842 og faðir hans 1845.
Eftir lát föður síns 1845 var Pétur í fóstri hjá Haalland lækni í Garðinum, en 1846 og 1847 var hann tökudrengur í Garðinum hjá Jörgen Johnsen, (ættföður Johnsenættarinnar), verslunarstjóra, en bústýra var Sigríður Nikulásdóttir. 1849 var hann búðardrengur og bjó á heimili Jörgens Johnsens, og búðardrengur í Garðinum var hann 1855.
Hann fór til Kaupmannahafnar 1857, 23 ára verslunarþjónn, kom aftur þaðan 1858, assistent 1858 og 1859, verslunarþjónn 1860.
Verslunarstjóri var hann í Garðinum í forföllum C.H. Bohn 1861. C.H. Bohn kom aftur til starfa 1862, en lést 1863 og þá varð Bjarnasen verslunarstjóri og gegndi starfinu til dd. 1869.

Kona Péturs, (9. nóvember 1859), var Johanne Caroline Hansdóttir Rasmussen í Frydendal, f. 2. september 1835, d. 25. febrúar 1920. Hann var fyrri maður hennar.
Börn þeirra hér:
1. Juliane Sigríður Margrét Bjarnasen, f. 7. október 1859, d. 1941, síðast búsett í Rvík. Hún var kona Jóns Árnasonar kaupmanns frá Vilborgarstöðum.
2. Nikolai Carl Frederik Bjarnasen kaupmaður og skipaafgreiðslumaður í Reykjavík, f. 22. desember 1860, d. 12. desember 1948.
3. Jóhann Morten Peter Bjarnasen verslunarstjóri í Garðinum, f. 8. apríl 1862, síðar í Bandaríkjunum.
4. Anton Gísli Emil Bjarnasen útvegsbóndi verslunarstjóri í Garðinum, kaupmaður í Dagsbrún, f. 5. desember 1863, d. 22. mars 1916.
5. Frederik Bjarnasen smiður og verslunarmaður í Rvk, f. 21. nóvember 1865, d. 4. september 1944.
6. Carl Anders Bjarnasen, búsettur í Rvk, f. 4. febrúar 1868.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.