Vigdís Jónsdóttir (Ólafshúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vigdís Jónsdóttir frá Ólafshúsum, síðar í Vesturheimi fæddist 29. september 1856.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865, og kona hans Vilborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1823, d. 29. október 1878.

Vigdís var með foreldrum sínum meðan beggja naut við, en faðir hennar drukknaðir 1865. Hún var með móður sinni í Ólafshúsum til 1870, var niðursetningur á Gjábakka 1871, á Vesturhúsum 1872, léttakind þar 1873, léttakind í Stakkagerði 1874, vinnustúlka á Vilborgarstöðum 1875 og 1876, vinnukona í Boston 1878, í Vanangri 1879-1881, í Þorlaugargerði 1882, 1883, 1884, 1885, 1886, 1887, á Kirkjubæ 1888, 1889, v.k. í Elínarhúsi 1890, í Batavíu 1891, 1892, á Fögruvöllum 1894, hjú í Mandal 1895 og 1901, fór þaðan til Vesturheims 1904.
Vigdís var í Manitoba í Kanada 1906.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.