Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir (Löndum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Oktavía Þórunn með börnin Ástu og Sigurð.

Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir húsfreyja á Löndum fæddist 23. október 1884 á Efri-Hömrum í Holtum og lést 9. desember 1968.
Faðir hennar var Jóhann bóndi þar, f. 5. september 1858, d. 24. mars 1937, Ólafsson bónda í Haga og á Efri-Hömrum, f. 30. mars 1819, d. 15. júní 1888, Hallssonar bónda á Efri-Hömrum, f. 30. apríl 1787, d. 13. mars 1835, Jónssonar, og konu Halls Jónssonar, Ingveldar húsfreyju, f. 23. október 1791, d. 7. mars 1869, Ólafsdóttur bónda á Húsum í Holtum, f. 23. apríl 1764, d. 8. júlí 1829, Ólafssonar, og konu hans, Guðrúnar húsfreyju, skírð 9. apríl 1761, d. 30. júlí 1819, Sveinsdóttur.
Móðir Jóhanns og kona (19. október 1850) Ólafs í Haga var Vigdís húsfreyja, f. 5. ágúst 1822 á Syðri-Hömrum, d. 23. apríl 1893, Sigurðardóttir bónda þar, f. 8. maí 1790, d. 10. janúar 1833, Jónssonar, og konu Sigurðar, Kristínar húsfreyju, f. 28. maí 1798, d. 15. nóvember 1832, Jónsdóttur.

Móðir Oktavíu og kona Jóhanns á Efri-Hömrum var Sigrún húsfreyja, f. 27. júlí 1861 á Kvíarholti í Holtum, d. 31. júlí 1951, Þórðardóttir bónda í Kvíarholti, Mykjunesi og Króki í Holtum, f. 15. maí 1827, d. 11. apríl 1892, Þórðarsonar bónda á Syðri-Hömrum í Holtum, f. 1. júlí 1793, d. 15. nóvember 1875, Jónssonar, og konu Þórðar Jónssonar, Margrétar húsfreyju, f. 19. maí 1791, d. 28. febrúar 1873, Jónsdóttur.
Móðir Sigrúnar á Efri-Hömrum og kona Þórðar Þórðarsonar var Steinunn húsfreyja, f. 27. júli 1830 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, d. 17. nóvember 1900, Stefánsdóttir bónda á Eystri Kirkjubæ og víðar, f. 1. nóvember 1791, d. 18. júní 1845, Brynjólfssonar bónda á Vestri-Kirkjubæ, skírður 23. júní 1759, d. 24. desember 1841, Stefánssonar og konu Brynjólfs, Helgu húsfreyju, skírð 20. ágúst 1766, d. 16. apríl 1841, Jónsdóttur.
Móðir Steinunnar á Eystri-Kirkjubæ og kona Stefáns var Guðrún húsfreyja, f. 5. mars 1790, d. 10. desember 1868, Jónsdóttir bónda á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, f. 1743, d. 16. apríl 1841, Einarssonar, og konu Jóns Einarssonar, Guðlaugar Jónsdóttur.

Börn Sigrúnar og Jóhanns - í Eyjum:
1. Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir, f. 23. október 1884, d. 9. desember 1968.
2. Kristjana Þórey Jóhannsdóttir, f. 8. júní 1891, d. 21. mars 1969.

Oktavía var vinnukona í Reykjavík hjá Jóni Árnasyni kaupmanni frá Vilborgarstöðum og Juliane Sigríði Margréti Bjarnasen húsfreyju frá Garðinum 1910.

I. Barn Oktavíu Þórunnar með Kristni Ástgeirssyni á Miðhúsum:
1. Jóhann Kristinsson, f. 9. janúar 1913, d. 13. október 1985.

II. Maður Oktavíu Þórunnar, (22. apríl 1916), var Kristinn Sigurðsson verkamaður á Löndum, f. 21. apríl 1890, d. 4. mars 1966.
Börn Kristins og Oktavíu:
1. Ásta Jóhanna húsfreyja, f. 8. ágúst 1916, d. 29. október 2006, gift Garðari Sigurjónssyni veitustjóra, f. 22. október 1918, d. 3. júní 2007.
2. Lilja Kristinsdóttir, f. 7. mars 1918, d. 22. mars 1918.
3. Sigurður Yngvi hafnarvörður, f. 11. júní 1919, d. 8. apríl 2003, kvæntur Guðbjörgu Bergmundsdóttur húsfreyju, f. 16. nóvember 1922.
4. Sigrún Lilja, f. 29. mars 1921, d. 5. nóvember 2007.
5. Júlía Rósa, f. 1. júlí 1924, d. 29. mars 2001.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.