Guðfinna Kristjánsdóttir (Klöpp)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðfinna Sigríður Kristjánsdóttir frá Klöpp, húsfreyja fæddist þar 20. febrúar 1899 og lést 15. maí 1953.
Foreldrar hennar voru Kristján Ingimundarson frá Gjábakka, sjómaður, bátsformaður, fiskimatsmaður, lundaveiðimaður, f. 26. júní 1867, d. 14. október 1952, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 3. maí 1861, d. 10. mars 1931.

Börn Sigurbjargar og Kristjáns:
1. Sigurjón Kristjánsson verslunarmaður (mt. 1910), f. 6. ágúst 1886, d. 2. febrúar 1925. Kona hans var Þóra Þórarinsdóttir.
2. Guðfinna Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1899, d. 15. maí 1953, gift Georg Gíslasyni.

Guðfinna var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Georg giftu sig 1926, eignuðust tvö börn. Þau byggðu húsið Einbúa við Bakkastíg 5 og bjuggu þar í fyrstu, í Sætúni við Bakkastíg 10 1930, voru komin í Mundahús við Vestmannabraut 25 1940 og bjuggu þar síðan.
Guðfinna lést 1953 og Georg 1955.

I. Maður Guðfinnu, (10. september 1926), var Georg Lárus Gíslason kaupmaður, f. 4. ágúst 1895, d. 27. febrúar 1955.
Börn þeirra.
1. Theodór Sigurjón Georgsson lögfræðingur, innheimtustjóri, f. 5. febrúar 1927 í Einbúa, d. 5. október 2015.
2. Kristján Georgsson verslunarmaður, sjómaður, útgerðarmaður, f. 13. nóvember 1928 í Einbúa, d. 12. apríl 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.