Andría Hannesdóttir (Grímshjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Andría Hannesdóttir húsfreyja frá Grímshjalli fæddist 1857 og lést 8. júlí 1900.
Foreldrar hennar voru Hannes Gíslason tómthúsmaður í Grímshjalli, f. í september 1828, d. 4. ágúst 1900, og kona hans Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, síðar vinnukona í Nýborg, f. 21. júní 1825, d. 10. febrúar 1891.

Andría var 4 ára með foreldrum sínum í Grímshjalli 1860. Þar var einnig hálfsystir hennar Guðríður Jónsdóttir 10 ára.
Þær eru þar líka 1870, 13 og 19 ára.
Andría var 22 ára vinnukona á Fögruvöllum 1880.
Við manntal 1890 var Andría gift húsfreyja í Kuðungi með Hjálmari og börnunum Guðríði 6 ára, Valdemöru Ingibjörgu 4 ára og Jóni á 1. ári. Þar var niðursetningurinn Kristín Jónsdóttir 63 ára.
Við manntal 1901 bjó Hjálmar ekkill í Kufungi (Kuðungi) með dætrunum Valdimöru Ingibjörgu 15 ára og Hjálmfríði Andreu 3 ára.

Maður Andríu, (1886), var Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929.
Börn Andríu og Hjálmars voru:
1. Gísli Hjálmarsson verkamaður, f. 18. janúar 1893, d. 28. ágúst 1913.
2. Guðríður Hjálmarsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, f. 9. janúar 1884, d. 22. maí 1956.
3. Valdemara Ingibjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja í Götu, f. 27. október 1886 í Þingmúlasókn á Héraði, d. 7. ágúst 1969, kona Friðbjörns Þorkelssonar sjómanns frá Seyðisfirði..
4. Jón Hjálmarsson útgerðarmaður í Sætúni, f. 24. október 1890, d. 18. nóvember 1945, kvæntur Fríði Ingimundardóttur.
5. Hjálmfríður Andrea Hjálmarsdóttir, f. 6. nóvember 1897, d. 29. júní 1960, húsfreyja í Neskaupstað.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.