Jónína Björg Ingimundardóttir
Fara í flakk
Fara í leit
Jónína Björg Ingimundardóttir frá Gjábakka, vinnukona fæddist 9. apríl 1877 og lést 3. janúar 1930.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Jónsson útvegsbóndi, formaður og hreppstjóri á Gjábakka og kona hans Margrét Jónsdóttir.
Sjá ættboga hennar í Eyjum á síðu Fríðar Ingimundardóttur systur hennar.
Jónína Björg var með foreldrum sínum í æsku og enn 1910. Hún var vinnukona hjá Fríði systur sinni í Sætúni 1920.
Þar var hún vinnukona hjá Fríði 1930, er hún lést.
Hún giftist ekki.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.