Kristín Einarsdóttir (Nýjabæ)
Kristín Einarsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum og í Nýjabæ fæddist 5. nóvember 1817 og lést 6. október 1899.
Foreldrar hennar voru Einar Sigurðsson bóndi, f. 1769, d. 18. mars 1832, og kona hans Vigdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1782, d. 8. maí 1854.
Systkini Kristínar voru 16. Þau, sem lifðu frumbernskuna auk hennar voru:
1. Guðmundur Einarsson „skólapiltur“, f. 1804, d. 2. september 1822.
2. Sigurður Einarsson bóndi og málmsmiður, f. 10. júní 1806, d. 20. maí 1846.
3. Árni Einarsson bóndi, hreppstjóri og alþingismaður, f. 12. júní 1824, d. 19. febrúar 1899.
Kristín ólst upp með foreldrum sínum.
Hún giftist Magnúsi 1844. Þau eignuðust eitt barn 1845, en það dó úr ginklofa vikugamalt. Í fyrstu bjuggu þau á Vilborgarstöðum, en síðan í Nýjabæ. Magnús lést 1859.
Kristín giftist Þorsteini 1861. Hann lést á Alþingi 1886. Þau eignuðust ekki börn.
I. Fyrri maður Kristínar, (23. desember 1844), var Magnús Jónsson Austmann bóndi, hreppstjóri og alþingismaður, f. 12. apríl 1814, d. 15. maí 1859.
Barn þeirra:
1. Jón Magnússon, f. 23. nóvember 1845 á Vilborgarstöðum, d. 30. nóvember 1845 úr ginklofa.
II. Síðari maður Kristínar, (1. nóvember 1861), var Þorsteinn Jónsson bóndi og alþingismaður, f. 11. maí 1840, d. 28. ágúst 1886.
Þau Þorsteinn voru barnlaus.
Fósturdætur Kristínar voru:
2. Ólöf Jónsdóttir vinnukona í Nýjabæ, f. um 1854. Hún fór til Utah 1889.
3. Kristín Sigríður Jónsdóttir í Hólshúsi, síðar á Ólafsvöllum, f. 24. september 1883, d. 27. maí 1957.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.