Þóranna Ingimundardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þóranna Ingimundardóttir ljósmóðir fæddist á Gjábakka 16. janúar 1859 og dó í Eyjum 14. marz 1929.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Jónsson útvegsbóndi, formaður og hreppstjóri á Gjábakka og kona hans Margrét Jónsdóttir.

Lífsferill

Þóranna varð vinnukona hjá Sigurði Sveinssyni í Nýborg 1881.
Hún lærði ljósmóðurfræði í Reykjavík 1885 og lauk prófi 15. desember 1885.
Þóranna var skipuð ljósmóðir í Eyjum frá 3. febrúar 1886 og gegndi því starfi til ársins 1924. Frá aldamótum 1900 til starfsloka 1924 var Guðrún Magnúsdóttir ljósmóðir henni til aðstoðar.

Þóranna giftist Sigurði Sveinssyni 31. maí 1891.
Börn þeirra Sigurðar voru:
1. Þórunn Anna Jóhanna Sigurðardóttir, f. 4. júní 1884, drukknaði af Björgólfi í Beinakeldu við Klettsnef 16. maí 1901.
2. Jónína Steinunn Sigurðardóttir húsmóðir á Háeyri, f. 15. nóvember 1890, d. 31. mars 1970.
3. Sigmundur Sigurðsson, f. 13. sept. 1895, d. 28. ágúst 1896.
Auk þess ólst upp hjá henni dóttir Sigurðar með Sigríði Sighvatsdóttur frá Vilborgarstöðum:
4. Júlíana Guðríður Ingveldur Sigurðardóttir, (Júlla á Búastöðum).


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.