Hjálmfríður Andrea Hjálmarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hjálmfríður Andrea Hjálmarsdóttir húsfreyja frá Kuðungi fæddist 6. nóvember 1897 og lést 29. júní 1960.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 7. september 1860, d. 3. október 1929, og kona hans Andría Hannesdóttir húsfreyja, f. 2. október 1857, d. 8. júlí 1899.

Hjámfríður Andrea var á 2. ári, er móðir hennar lést. Hún var með föður sínum í Kuðungi 1901, á Búastöðum 1906, léttastúlka þar 1907, niðursetningur þar 1908, í Steinholti 1909, hjá Ingibjörgu systur sinni á Eystri-Gjábakka 1910.
Hún fluttist til Neskaupstaðar 1917 og var húsfreyja á Melum í Neskaupstað 1920 með Jóni Guðmundssyni, á Vindheimum þar 1930.
Hjálmfríður Andrea var síðast búsett í Reykjavík. Hún lést 1960.

I. Maður Hjálmfríðar Andreu, (14. júní 1919), var Jón Kjerúlf Guðmundsson útgerðarmaður í Neskaupstað, síðar í Reykjavík, f. 13. apríl 1895, d. 4. september 1983.
Barn þeirra var
1. Guðrún Friðrikka Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. febrúar 1921, d. 12. júní 1879.
Fósturdóttir þeirra var
2. Aðalbjörg Guðný Guðnadóttir Kúld húsfreyja í Reykjavík, f. 11. apríl 1918, d. 12. maí 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.