Guðríður Hjálmarsdóttir (Kuðungi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Hjálmarsdóttir húsfreyja frá Kuðungi fæddist 9. janúar 1884 á Vesturhúsum og lést 22. maí 1956.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929, og kona hans Andría Hannesdóttir húsfreyja, f. 2. október 1857, d. 8. júlí 1900.
Móðir hennar lést, er hún var á 17. ári. Hún var vinnukona í Svaðkoti 1901, fór 1902 að Brekku í Mjóafirði eystra, kom þaðan 1906, fór að Nesi í Norðfirði 1907, húsfreyja í Vindheimum í Norðfirði, kona Halldórs Ásmundssonar frá Karlsstöðum í Hólmasókn, Reyðarfirði, f. 22. mars 1878.
Guðríður bjó síðast í Dvergasteini í Neskaupstað.

Maður Guðríðar, (22. október 1910), var Halldór Ásmundsson útgerðarmaður og sjómaður frá Vindheimum í Norðfirði, f. 22. mars 1878, d. 21. febrúar 1952. Foreldrar hans voru Ásmundur Jónsson útgerðarmaður, f. 1850, d. 24. mars 1930, og kona hans Þórunn Halldórsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1848, d. 5. ágúst 1933.
Börn þeirra hér:
1. Þórunn Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 11. september 1909, d. 28. september 1981, vinnukona hjá Guðfinnu Kristjánsdóttur og Georg Gíslasyni 1930.
2. Guðný Halldórsdóttir, f. 1. febrúar 1911, vinnukona hjá Arnleifi Helgadóttur og Guðmundi í Heiðardal 1930, síðast í Hafnarfirði, d. 24. mars 1982.
3. Svanbjörg Andrea Halldórsdóttir, f. 30. júní 1913, d. 18. maí 1914.
4. Lára Halldórsdóttir húsfreyja og verkakona í Dvergasteini í Neskaupstað, f. 13. nóvember 1914, d. 4. desember 2000.
5. Rúna Vigdís Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast búsett á Seltjarnarnesi, f. 18. október 1916, d. 11. ágúst 1997.
6. Stefán Ásmundur Halldórsson sjómaður, verkamaður í Neskaupstað, f. 21. nóvember 1918, d. 29. október 1993.
7. Hjálmar Jóhann Halldórsson, f. 19. apríl 1920, d. 20. maí 1920.
8. Gísli Valdimar Halldórsson í Neskaupstað, f. 22. desember 1921, d. 31. október 1989.
9. Svanbjörg Andrea Halldórsdóttir húfreyja í Vopnafirði, en síðast í Sandgerði, f. 12. júlí 1923, d. 20. febrúar 1991.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.