Jóhanna Jónsdóttir (Háagarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jóhanna Jónsdóttir frá Háagarði fæddist 24. júlí 1857 og drukknaði 13. júní 1872.
Foreldrar hennar voru Jón Magnússon húsmaður í Háagarði, síðar sjávarbóndi í Stóra-Gerði, f. 22. mars 1823, d. 9. nóvember 1907, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsmannskona, síðan húsfreyja í Stóra-Gerði, f. 21. október 1824, d. 3. júlí 1902.

Jóhanna var með foreldrum sínum í Háagarði 1860 og í Gerði 1870.
Hún drukknaði af skipi í landferð 1872, 15 ára.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.