Guðbjörg Brynjólfsdóttir (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðbjörg Brynjólfsdóttir frá Norðurgarði fæddist 2. apríl 1867 og lést 25. apríl 1944.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Halldórsson bóndi, f. 11. nóvember 1825 í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 4. júní 1874, og kona hans Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1828 í Norðurgarði, d. 14. febrúar 1879.

Systkini hennar, sem komust upp, voru:
1. Margrét, f. 20. október 1852, d. 31. júlí 1937, kona Hannesar lóðs á Miðhúsum.
2. Rannveig húsfreyja í Reykjavík f. 27. september 1857, d. 5. október 1922.
3. Þórður, f. 16. júní 1862. Líklega sá, sem fór til Vesturheims frá Akureyri 1887, trésmiður 24 ára.
4. Júlíana Guðrún Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1863.
5. Magnús, f. 17. desember 1864. Hann fór til Vesturheims, líklega 1887 og líklega sá, sem var 22 ára skósmiður og ætlaði til Milwaukee.
7. Halldór sjómaður, varð blindur, f. 12. janúar 1873, d. 28. janúar 1948. Hann kvæntist Kristínu Vigfúsdóttur af Rangárvöllum, f. 2. september 1865, d. 5. janúar 1836. Þau bjuggu í Sjávargötu, síðar í Hafnarfirði.

Guðbjörg var með fjölskyldu sinni í bernsku. Faðir hennar lést, er hún var 7 ára. Hún var með móður sinni í Norðurgarði, en hún lést 1879.
Guðbjörg var tökubarn í Þorlaugargerði í lok þess árs og 1880, í Nýja-Kastala 1881, var léttastúlka í Garðinum 1882, vinnukona í Nýjabæ 1883-1884.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1885, var komin til Akureyrar 1890, var þar vinnukona, fluttist til Reykjavíkur 1900, var vinnukona þar 1901, var leigjandi þar 1910, leigði á Laufásvegi 4 1930, ógift og vann við brauðsölu. Guðbjörg lést 1944.


Heimildir

Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.