Gísli Hjálmarsson (Kuðungi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Gísli Hjálmarsson verkamaður frá Kuðungi fæddist 18. janúar 1893 og lést 28. ágúst 1913.
Foreldrar hans voru Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929, og kona hans Andría Hannesdóttir húsfreyja, f. 2. október 1857, d. 8. júlí 1900.

Gísli var með foreldrum sínum meðan beggja naut við. Móðir hans lést er hann var 7 ára.
Hann var hjá Jóni Einarssyni frænda sínum og Ingibjörgu Hreinsdóttur á Garðstöðum 1901. Jón lést 1906 og í lok ársins var Gísli vinnudrengur í Steinholti hjá Kristmanni Þorkelssyni og Jónínu Jónsdóttur dóttur Jóns á Garðstöðum. Þar var hann vinnudrengur 1907 og enn 1909.
Gísli var í Kufungi með föður sínum og Jóhönnu Björnsdóttur bústýru, síðar konu hans 1910.
Hann lést 1913.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.