Guðjón Björnsson (Kirkjubóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðjón Björnsson bóndi, smiður og útvegsmaður á Kirkjubóli, fæddist 2. maí 1862 og lést 4. maí 1940.
Foreldrar hans voru Björn Einarsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1. maí 1828 að Hrútafelli undir Eyjafjöllum, d. 13. júní 1884 og kona hans, Guðríður Hallvarðsdóttir húsfreyja, f. 24. febrúar 1826 í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum.
Kona Guðjóns á Kirkjubóli var Ólöf Lárusdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1862 í Pétursey, d. 16. nóvember 1944.
Börn þeirra Guðjóns voru:
1. Lára Kristín húsfreyja á Kirkjulandi, f. 4. júlí 1886, d. 13. janúar 1984.
2. Friðrik Björn trésmíðameistari, f. 16. mars 1888, d. 27. janúar 1949.
3. Þórður sjómaður, f. 28. september 1892, d. 4. maí 1914, féll útbyrðis af v.b. Braga .
4. Guðjón Bergur Guðjónsson smiður, f. 5. júlí 1894, d. 5. maí 1940.
5. Fósturbarn þeirra Ólafar var Edvard Frederiksen, f. 1. apríl 1904, d. 11. apríl 1971. Faðir hans var J.V.J. Frederiksen og móðir Guðrún S. Þorgrímsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.