Magnús Guðlaugsson (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Guðlaugsson bóndi, hreppstjóri og meðhjálpari í Nýjabæ fæddist 1791 á Götum í Mýrdal, drukknaði 5. marz 1834.
Foreldrar hans voru Guðlaugur bóndi á Götum 1801, f. 1757, d. 7. apríl 1828 í Pétursey í Mýrdal, Jóns bónda í Dyrhólahverfi í Mýrdal, f. 1719, Sigurðssonar og (?fyrri) konu Jóns, Þuríðar húsfreyju Eiríksdóttur, Jónssonar. Móðir Magnúsar og fyrri kona Guðlaugs var Sigríður húsfreyja, d. 29. október 1797 á Götum, Jónsdóttir, Eiríkssonar.
Magnús var á Götum 1801, en á sveit á Hvoli þar í des. s. ár. Hann var kvæntur vinnumaður í Nýjabæ í Eyjum 1816, síðar bóndi í Stakkagerði og síðast í Nýjabæ.
Hann fórst með Þurfalingi með Jónasi Einarssyni Vestmann og fleiri 1834.

Maki: Kristín Ögmundsdóttir, f. 1789.
Börn: (Sjá Kristínu); Kristján verzlunarstjóri, f. 1830.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.