Hálfdán Jónsson (Mandal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hálfdán Jónsson frá Mandal fæddist 22. júní 1892 og lést 8. ágúst 1913.
Foreldrar hans voru Jón Ingimundarson skipasmiður og útvegsmaður í Mandal, f. 3. ágúst 1856, d. 21. apríl 1937, og kona hans Sigríður Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1857, d. 12. maí 1914.

Hálfdán var með foreldrum sínum alla tíð. Hann var vinnumaður í Mandal er hann lést 1913.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.