Sverrir Jónsson (Túni)
Sverrir Jónsson vinnumaður fæddist 6. nóvember 1857 í Steinmóðshúsi og lést 5. febrúar 1909 í Utah.
Foreldrar hans voru Jón Sverrisson, f. 19. júní 1833, d. 10. maí 1859, og kona hans, Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1825, d. 25. desember 1865.
Sverrir var niðursetningur hjá Evlalíu Nikulásdóttur í Móhúsum 1860 eftir lát föður síns, í Dölum 1861, aftur hjá Evlalíu í Móhúsum 1862-1864, Nýja-Kastala hjá Margréti Jónsdóttur 1871.
Hann var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1880, í Draumbæ 1885 og á Löndum 1890.
Sverrir fór til Spanish Fork í Utah 1892 frá Löndum.
Hann lést 1909 úr lungnabólgu.
I. Barnsmóðir Sverris var Þorbjörg Þorvaldsdóttir frá Krosshjáleigu í A-Landeyjum, þá vinnukons í Dölum, f. 7. mars 1843, d. 4. janúar 1925.
Barn þeirra var
1. Ingibergur Sverrisson, f. 18. júni 1882, d. 19. september 1903.
II. Barnsmóðir Sverris var Elína Pétursdóttir, f. 10. september 1845, d. 24. janúar 1926.
Barn þeirra var
4. Guðný Sverrisdóttir, f. 24. júlí 1885, d. 24. nóvember 1887.
III. Kona hans Vestra var Guðrún Pálsdóttir úr Borgarfirði, húsfreyja, f. 10. janúar 1838, d. 11. febrúar 1934.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.