Blik 1973/Bærinn okkar, seinni hluti

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1973




Bærinn okkar

(Seinni hluti)


ctr 6oopx


Í nóvember 1918 samþykkti Alþingi lög um kaupstaðraréttindi til handa þéttbýlinu í Vestmannaeyjum. Þegar nálgast tók 50 ára afmæli kaupstaðarins (1968), vöknuðu óskir ráðandi manna í Eyjum að minnast þessa markverða afmælis á verðugan hátt. Meðal annars var afráðið að byggja safnahús í kaupstaðnum og koma þannig á móti þeim, sem lengst höfðu unnið að stofnun byggðarsafns í kaupstaðnum. Safnahúsið skyldi jafnframt verða bókhlaða. Byggingu þessari var afráðinn staður á fegursta stað í bænum, á Stakkagerðistúni vestan sjúkrahússins gamla. Fyrsta skóflastunga að byggingunni var tekin sumarið 1969 og svo hófust byggingaframkvæmdirnar árið 1970. Sparisjóður Vestmannaeyja lánaði samtals þrjár milljónir króna til þessarar menningarframkvæmdar.
Þegar eldurinn brauzt út á Heimaey, hafði nýlega verið lokið við að steypa upp veggi efri hæðar, en byggingin skal vera kjallari og tvær hæðir. Bókasafni bæjarins er ætluð neðri hæðin öll og megin af húsrúmi í kjallara, en Byggðarsafni bæjarins er fyrirhuguð efri hæð og lítill hluti kjallarans. Þá er gert ráð fyrir að byggja vestan við bygginguna rúmgóðan sal, sem meðal annars skal vera sýningarsalur listaverka og hljómlistarsalur. - Þrátt fyrir allt og allt, sem á móti blæs, vonum við Eyjabúar, að þessi hugsjón okkar eigi eftir að rætast, og erum reyndar sannfærðir um það. - Myndin er af framhlið þessarar væntanlegu menningarmiðstöðvar okkar Eyjabúa.


ctr


Hinar miklu verklegu framkvœmdir Vestmannaeyjakaupstaðar á undanförnum árum kosta mikinn tœkjabúnað, mikla véltœkni, vélvœðingu og kunnáttusama vélvirkja. Fyrir nokrum árum hóf kaupstaðaðurinn að reka eigið vélaverkstæði í eigin húsi. Það hús kallast Áhaldahús bœjarins í daglegu tali Eyjabúa. Hér birtist mynd af því.


ctr


Það var ekki lítill menningarauki í Vestmannaeyjakaupstað, þegar bœjarstjórn kaupstaðarins afréð að kaupa samkomuhús það, sem Goodtemplarar í Eyjum hófu hyggingu á fyrir mörgum árum þarna við Heiðarveginn og gátu aldrei lokið við sökum fjárskorts, en þó fyrst og fremst sökum annarlegra afla, sem finnast í sálarlífi manna og valda oft sundrung og samtakaleysi, m.a. um menningarlegar framfarir og framtak.
Þetta stórhýsi á okkar mælikvarða keypti bæjarsjóðar Vestmannaeyja fyrir fáum árum, fullgerði það með stórhug og myndarskap og gerði það að menningarlegri miðstöð í bœnum á sviði félagsmála. Þarna áttu skátar okkar fast félagsheimili. Einnig íþróttafélögin höfðu þarna fasta bœkistöð sína. Þá er þarna á efstu hæð stór salur, sem notaður er fyrir listsýningar í bœnum og fundahöld.
Á miðhæð byggingarinnar er leikhús Vestmannaeyjakaupstaðar. Um það sagði Lárus Sigurbjörnsson, hinn kunni Reykvíkingur og menningarfrömuður: „Vestmannaeyingar eiga að vísu eitthvert bezta leikhús landsins og hafa verið djarfir og ekki vílað fyrir sér að leggja í stór fyirtæki“ (Morgunblaðið 11. okt. 1972).
Auk þeirra félagasamtaka, sem ég hef þegar nefnt, hafði margskonar önnur menningarstarfsemi í bænum hlíf og skjól í húsi þessu, fundi sína og félagsiðju: Taflfélagið, Bridgefélagið, Frímerkjaklúbburinn Heimaey. Lúðrasveit Vestmannaeyja, Leikskóli Leikfélagsins, Samkórinn (Sjá grein hér um Færeyjaför hans), œskulýsráð, Dansskóli Heiðars o.fl.
Fulltrúi Æskulýðsráðs Vestmannaeyja, Trausti Eyjólfsson, var jafnframt húsvörður. Á tímabilinu 1. maí—31. desember 1971, voru t.d. haldnir 375 fundir og svo samkomur ýmiss konar í Félagsheimili Vestmannaeyjakaupstaðar við Heiðarveg. Þar að auki þjóðlagakvöld, leiksýningar aðkomufólks, konsertar o.fl.


ctr


Þessi mynd er af íbúðarhúsi því, sem Ólafur Ó. Lárusson, héraðslœknir, byggði á sínum tíma við Hilmisgötu í Vestmannaeyjum og bjó í til aldurtilastundar. Nú á Vestmannaeyjakaupstaður hús þetta og lánar það ýmsum mikilvœgum samtökum í Eyjum. T.d. höfðu A.A.-samtökin í kaupstaðnum félagsheimili sitt í þessu húsi, og fleira starf var þar innt af hendi til gœfu og gengis, bœttrar heilsu og aukinnar hamingju kaupstaðarbúa. Húsið heitir Arnardrangur.


ctr


Þessi fjögur íbúðarhús voru svokallaðir verkamannabústaðir við Urðaveg. Þeir eru nú allir undir hrauni. Á sínum tíma skipaði félagsmálaráðherra Þorstein Þ. Víglundsson formann Byggingarfélags Vestmannaeyja. Hann beitti sér þá fyrir byggingu þessara húsa.


Um tugi ára hafa ungir Vestmannaeyingar verið hlutgengir í hópi ungra íþróttamanna í landinu.
Árið 1913 stofnuðu þeir Íþróttafélagið Þór, sem síðan hefur verið starfandi og áhrifaríkur aðili í íþróttahreyfingu Vestmannaeyinga. Sama get ég fullyrt um Íþróttafélagið Tý, sem ungir Vestmannaeyingar stofnuðu árið 1921. Heilbrigð keppni milli þessara félaga hefur eflt íþróttahreyfinguna í kaupstaðnum og átt ríkan þátt í því, hversu ungir Eyjaskeggjar hafa oft komið heim með sigur af hólmi í íþróttakeppni víðsvegar um landið. Íþróttastarf þetta hefur aukið menningu og hróður byggðarlagsins.

Hér birtir Blik nokkrar gamlar og nýjar íþróttamyndir frá Vestmannaeyjum.


ctr


Á kreppuárunum á fjórða tugi þessarar aldar var gjörður íþróttavöllur úr sandflötunum vestan við innri höfnina í Vestmannaeyjum. Hann var unninn í atvinnubótavinnu á þeim sultar- og hörmungarárum. Þessi íþróttavöllur var notaður þarna aðeins nokkur ár. Hann varð brátt að víkja fyrir stœkkun hafnarinnar. Þá misstu margir Eyjabúar þar kálgarða sína, sem þeir höfðu ræktað um árabil, þar sem nú er hin góða og mikilvæga Friðarhöfn og Friðarhafnarbryggja.


ctr


Þessi mynd mun tekin á árunum 1924—1925.


Aftari röð frá vinstri: Guðni Jónsson frá Ólafshúsum, síðar kunnur skipstjóri. Árni Magnússon, Heklu. Jóhann Gunnar Ólafsson frá Reyni, síðar bœjarfógeti. Friðrik Jesson, síðar íþróttakennari í Eyjum. Benóný Friðriksson frá Gröf við Urðaveg (Binni í Gröf), síðar kunnur skipstjóri og aflakóngur.
Miðröð frá vinstri: Jón I. Stefánsson frá Mandal. Hallvarður Sigurðsson frá Pétursborg. Óskar Sigurhansson frá Brimnesi.
Fremsta röð frá vinstri: Ólafur Magnússon frá Sólvangi, stofnandi Eyjablaðsins Víðis. Magnús Jónsson frá Lambhaga (fór til Ameríku). Aðalsteinn Sigurhansson frá Brimnesi.


ctr


Kapplið I. flokks Týs, sem keppti og vann hinn frœga sigur 30. maí 1937. Týr vann Framhornið með þrem mörkum gegn tveim. Keppt var á gamla íþróttavellinum. Dómari var Guðjón Einarsson úr Reykjavík.
Á myndinni eru þessir garpar:
Aftasta röð frá vinstri: Martin Tómasson frá Höfn, Sigurður Júlíusson, prentnemi hér þá, Sigurjón Friðbjörnsson, Daníel Loftsson, Hermann Guðmundsson frá Háeyri.
Miðröð frá vinstri: Óskar Valdason frá Sandgerði, Gísli Guðjónsson frá Kirkjubœ, Leifur Þorbjörnsson frá Kirkjubœ.
Fremsta röð frá vinstri: Þórarinn Guðmundsson frá Háeyri, Karl Guðjónsson frá Breiðholti og Sigurjón Valdason frá Sandgerði.
(Heimild: Hermann Guðmundsson, sem hafði skrifað þessa skýringu við myndina (1937).


ctr


Íþróttamenn í Tý fyrir um það bil hálfri öld.


Aftasta röð frá vinstri: Sigurður Ólason, síðar forstjóri í Eyjum. Gísli Fr. Johnsen, kunnur myndasmiður með Eyjamönnum. Þorgeir Frímannsson, verzlunarmaður. Jón Ingimundur Stefánsson frá Mandal. Árni Magnússon, Heklu og síðar Hvammi.
Miðröð frá vinstri: Guðni Jónsson frá Ólafshúsum. Óskar Sigurhansson frá Brimnesi. Jóhann Gunnar Ólafsson frá Reyni.
Fremsta röð frá vinstri: Ólafur Magnússon frá Sólvangi, stofnandi bœjarblaðsins Víðis 1928. Magnús Jónsson frá Lambhaga (fór til Ameríku). Aðalsteinn Sigurhansson frá Brimnesi (drukknaði á v/b Mínervu).


ctr


Sprœkir fimleikamenn.


Frá vinstri: Jón Gunnlaugsson frá Gjábakka, Bernótus Kristjánsson frá Stað, Skarphéðinn Vilmundarson frá Hjarðarholti, Sigurður Guðlaugsson, Rútur Snorrason frá Steini, Árni Guðjónsson frá Oddstöðum, Gústaf Finnbogason, Stíghúsi, Ólafur Erlendsson frá Landamótum, Björn Bergmundsson frá Nýborg. Þorleifur Jónsson frá Húsavík og Karl Jónsson frá Höfðabrekku.


ctr


1. deildarlið Í.B.V. 1972.


Þessir drengir urðu bikarmeistarar í fyrra.


Aftari röð frá vinstri: EinarFriðþjófsson, Hallgrímur Júlíusson, Ársæll Sveinsson, Páll Pálmason, Friðfinnur Finnbogason, Tómas Pálsson og Viktor Helgason, þjálfari liðsins.
Fremri röð frá vinstri: Sævar Tryggvason, Þórður Hallgrímsson, Óskar Valtýsson, Kristján Sigurgeirsson, Ólafur Sigurvinsson, fyrirliði, Ásgeir Sigurvinsson og Örn Óskarsson.


ctr


Öldunga- og miðaldralið Íþróttafélagsins Þórs eftir kappleikinn 1972.


Kappleikur milli þessara liða fer fram árlega í september til þess að minnast stofnunar íþróttafélagsins 9. september 1913. Blik birtir myndina til þess að minnast að eilitlu leyti 60 ára afmælis Þórs á þessu hausti.
Öldungarnir (frá vinstri): Axel. Ó. Lárusson, Leifur Ársælsson. Guðjón Stefánsson, Ársæll Ársœlsson, Einar Ólafsson, Arnar Sighvatsson, Óskar Haraldsson, Sveinn Tómasson, Valtýr Snæbjörnsson, Sigursteinn Marinósson, Símon Waagfjörð, Sveinn Sigurðsson.
Miðaldraliðið (fremri röð frá vinstri): Ingi Sigurjónsson, Ágúst Þórarinsson, Magnús Sigurðsson, Birgir Jóhannsson, Sigurður Tómasson, Matthias Guðjónsson, Richard Sighvatsson, Kristján Þór Kristjánsson, Helgi Guðnason, Gísli Geir Guðlaugsson, Jón Sighvatsson.


ctr


Á fjórða áratug aldarinnar stofnuðu ungir áhugamenn í Eyjum þriðja íþróttafélagið þar, sem þeir nefndu Knattspyrnufélag Vestmannaeyja. Hér birtir Blik mynd af knáum köppum knattspyrnufélagsins í einkennisbúningi sínum.


Aftari röð frá vinstri: Hjálmar Jónsson frá Enda við Vesturveg, Ingólfur Arnarson frá Hvanneyri, Pálmi Sigurðsson frá Skjaldbreið, Hermann Guðmundsson frá Háeyri, Gunnar Stefánsson frá Gerði-litla.
Miðröð frá vinstri: Vilhjálmur Árnason frá Burstafelli, Ágúst Friðþjófsson frá Laufholti, Baldur Þorgilsson, Brekastíg 3.
Fremsta röð frá vinstri: Jóhann Vilmundarson frá Hlíð, Einar Halldórsson og Leifur Þorbjörnsson frá Kirkjubæ.


ctr


Sprœkir ungliðar.


Aftari röð frá vinstri: Sævar Tryggvason þjálfari, Magnús Ingi Sigurðsson Oddssonar frá Dal, Guðjón Sigurðsson Oddssonar frá Dal (fyrirliði), Sigurjón Pálsson, Lárus Jóhann Guðjónsson Jónssonur frá Dölum, Sighvatur Bjarnason Sighvatssonar frá Ási, Deddi Einarsson Indriðasonar frá Löndum, Már Friðþjófsson Mássonar frá Valhöll.
Fremri röð frá vinstri: Karl Jóhann Birgisson Grœnuhlíð 5, Gylfi Sigurðsson Sigurðssonur, Bergur Kristinsson Pálssonar frá Þingholti, Ingimar Georgsson Skæringssonar frá Vegbergi, Haukur Hauksson Guðmundssonar, Ráðagerði, Viðar Hjálmarsson Eiðssonar, Birkihlíð, Arnar Andersen frá Sandprýði Húnbogason.


ctr


Þessi mynd er af íþróttavellinum við Löngulág í Vestmannaeyjum. Þarna var tún Ísleifs Sigurðssonar, útgerðarmanns í Ráðagerði (nr. 19 við Skólaveg). Tún þetta keypti bœjarstjórn Vestmannaeyja árið 1934 í því skyni, að á því yrði byggð hin fyrirhugaða bygging Gagnfrœðaskólans. Húsið var síðan byggt á hœðinni austan við túnið, en það síðan gert að íþróttavelli og svo að leikvelli nemenda Gagnfrœðaskólans. — Lengst til hœgri á myndinni eru baðklefar íþróttamanna. Vatn er þangað leitt frá Gagnfrœðaskólabyggingunni. Þá hafa íþróttamennirnir einnig afnot af fimleikasal skólans.


ctr


Mynd þessi er tekin í hófi í Eyjum, sem Í.B.V. (Íþróttabandalag Vestmannaeyja) hélt haustið 1968 til að þakka og hvetja leikmenn I. deildar Í.B.V., sem urðu bikarmeistarar það ár.


Frá vinstri: Bjarni Baldursson, Óskar Einarsson, Aðalsteinn Sigurjónsson, Stefán Runólfsson formaður Í.B.V. (snýr baki að), Sigurður Guðmundsson, Friðfinnur Finnbogason, Hallgrímur Júlíusson, Sœvar Tryggvason, Bragi Steingrímsson, Ólafur Sigurvinsson, Sigurður Ingi Ingólfsson, Valur Andersen, Sigmar Pálmason, Páll Pálmason.


Til baka




Ort í Eyjum 1943
Ástfanginn maður eldist seint,
er ég þess dæmi sannast.
Þótt eiturskeytum sé að honum beint
og hann rægður ljóst og leynt,
lætur hann ekki tannast.