Aðalsteinn Sigurjónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Aðalsteinn Sigurjónsson.

Aðalsteinn Sigurjónsson útbússtjóri fæddist 27. mars 1942 á Haukabergi við Vestmannabraut 11 og lést 8. mars 2013.
Foreldrar hans voru Sigurjón Auðunsson vélstjóri, skipstjóri, verkstjóri, f. 4. apríl 1917, d. 20. febrúar 2004, og kona hans Sigríður Nikulásdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1914, d. 15. maí 1973.

Börn Sigríðar og Sigurjóns:
1. Gylfi skrifstofustjóri, f. 8. desember 1939 á Haukabergi.
2. Aðalsteinn bankastjóri, f. 27. marz 1942 á Haukabergi.
3. Ingibjörg húsfreyja, skrifstofumaður, bókari, f. 14. nóvember 1950 á Austurvegi 20.

Aðalsteinn var með foreldrum sínum, á Haukabergi, í Höfða, við Sjómannasund og við Austurveg 20.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959.
Aðalsteinn vann við fiskiðnað, var einnig í sveir í Hjallanesi á Landi. Hann hóf störf í Útvegsbanka Íslands í Eyjum 1961, varð bankastjóri eftir 40 ára störf þar, en þá nefndist bankinn Glitnir. Síðar tók hann við útibúi Sjóvár í Eyjum og gegndi í 3 ár. Að síðust vann hann í íþróttahúsinu.
Aðalsteinn stundaði mikið knattspyrnu með Tý og ÍBV og vann við þjálfun.
Hann gerði út trilluna Snöfla.
Aðalsteinn eignaðist barn með Þórðu 1961.
Þau Þóra Hjördís giftu sig 1964, eignuðust tvö börn. Þau bjugu við Austurveg 20 og Höfðaveg 15.
Aðalsteinn lést 2013.

I. Barnsmóðir Aðalsteins er Þórða Berg Óskarsdóttir frá Bergi við Bárustíg 4, f. 3. desember 1941.
Barn þeirra:
1. Óskar Eyberg Aðalsteinsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 13. desember 1961. Kona hans er Margrét Árdís Sigvaldadóttir.

II. Kona Aðalsteins, (15. júlí 1964), er Þóra Hjördís Gissurardóttir frá Selkoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 19. desember 1944.
Börn þeirra:
2. Sigurjón Aðalsteinsson, f. 21. maí 1964. Barnsmóðir hans Erla María Markúsdóttir.
3. Elliði Aðalsteinsson, f. 24. maí 1966. Sambúðarkona hans Guðrún S. Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.