Einar Friðþjófsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Friðjófsson frá Valhöll, framhaldsskólakennari, íþróttaþjálfari fæddist þar 13. september 1950.
Foreldrar hans voru Friðþjófur Sturla Másson sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 25. mars 1927 á Hvassafelli, d. 26. febrúar 20120 í Hraunbúðum, og kona hans Jórunn Einarsdóttir frá Þórarinsstaðaeyrum í Seyðisfirði, d. 14. febrúar 2012 í Sjúkrahúsinu.

Börn Jórunnar og Friðþjófs:
1. Inda Marý Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1949 í Valhöll. Maður hennar Sigurður Friðbjörnsson.
2. Einar Friðþjófsson kennari, f. 13. september 1950 í Valhöll. Kona hans Katrín Freysdóttir.
3. Anna Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1957. Maður hennar Þórður H. Hallgrímsson.
4. Már Friðþjófsson, f. 14. september 1959. Kona hans Jóhanna Kolbrún Þorbjörnsdóttir.
5. Svanhvít Friðþjófsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1965. Maður hennar Egill Guðni Guðnason.

Börn Friðþjófs og Guðbjargar Jónínu Helgadóttur:
6. Guðlaugur S. Friðþjófsson á Hvolsvelli, f. 9. janúar 1946 í Seljalandsseli u. V.-Eyjafjöllum, d. 2. janúar 1999 í Reykjavík. Kona hans Guðrún Árnadóttir.
7. Helgi Friðþjófsson bóndi í Seljalandsseli, f. 9. janúar 1946, d. 30. júlí 2014. Kona hans Sigrún Adolfsdóttir.

Einar var með foreldrum sínum í æsku, í Valhöll, og á Urðavegi 37 1972.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1965, stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri 1970 og lauk BA-prófi í ensku í Háskóla Íslands.
Einar kenndi í gagnfræðaskólanum í Eyjum 1976-1985, í gagnfræðaskólanum í Garðabæ 1985-1988, í Framhaldsskólanum í Eyjum frá 1989 og kennir enn (2021).
Einar var mikið í knattspyrnu frá unga aldri, var leikmaður í meistaraflokki ÍBV, þegar félagið vann bikarmeistaratitilinn 1968 og 1971. Hann var knattspyrnuþjálfari í meistaraflokki 1984-1985 og þjálfari III. flokks Fram 1986-1987. Þá var hann framkvæmdastjóri Tommamóts/ Shellmótsins og TM-mótsins í Eyjum.
Einar var í Jólasveinafélagi Týs og gekk á Heimaklett á þrettándanum í 25 ár.
Þau Katrín giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hásteinsvegi 39, síðar á Foldahrauni 41

ctr
Einar Friðþjófsson, Katrín Freysdóttir og börn þeirra.

I. Kona Einars, (31. maí 1975), er Katrín Freysdóttir húsfreyja, læknaritari, f. 12. júlí 1953 á Húsavík.
Börn þeirra:
1. Jórunn Einarsdóttir yngri, MA-próf í viðskiptum, húsfreyja, kennari í Danmörku, f. 22. apríl 1975. Maður hennar Ágúst Óskar Gústafsson.
2. Hjalti Einarsson með BA-próf í sálfræði, verkefnastjóri hjá Marel, f. 14. desember 1982. Fyrrum sambúðarkona Edona.
3. Rúnar Einarsson BA í félagsfræði, deildarstjóri í tæknideild Símans, f. 5. maí 1987.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Einar.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók
  • Prestþjónustubækur.
  • Tröllatunguætt. Sæmundur Björnsson í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Reykjavík 1991.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


.