Arnar Sighvatsson (Ási)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Arnar Sighvatsson.

Sigurður Arnar Sighvatsson frá Ási, vélvirkjameistari, vélstjóri fæddist 6. ágúst 1934.
Foreldrar hans voru Sighvatur Bjarnason frá Stokkseyri, skipstjóri, útgerðarmaður, forstjóri, f. 27. október 1903 í Útgörðum þar, d. 15. nóvember 1975, og kona hans Guðmunda Torfadóttir frá Hnífsdal, húsfreyja, f. þar 22. apríl 1905, d. 27. september 1983.

Börn Guðmundu fyrir hjónaband:
1. Kristjana Valgerður Jónsdóttir, f. 2. október 1926 á Ísafirði, d. 20. október 2011.
2. Guðríður Gilsdóttir Kinloch, f. 31. desember 1927 í Reykjavík, d. 19. maí 2011.
3. Haukur Guðmundsson, f. 25. október 1929 í Reykjavík, d. 3. september 1991.

Börn Guðmundu og Sighvats:
4. Margrét Sighvatsdóttir, f. 28. júlí 1931 í Ási, d. 15. nóvemer 2009.
5. Bjarni Sighvatsson, f. 2. desember 1932 í Ási, d. 9. október 2018.
6. Sigurður Arnar Sighvatsson, f. 6. ágúst 1934 í Ási.
7. Guðbjartur Richarð Sighvatsson, f. 10. janúar 1937 í Ási.
8. Hrefna Sighvatsdóttir, f. 23. júlí 1939 í Ási.
9. Sighvatur Sighvatsson, f. 30. júní 1942 í Ási, d. 26. mars 1955.
10. Magnús Torfi Sighvatsson, f. 19. ágúst 1944 í Ási, d. 20. mars 2002.
11. Jón Sighvatsson, f. 25. maí 1946 í Ási.

Arnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann í Magna frá 17 ára aldri, lauk sveinsprófi þar 1955 og meistarabréf fékk hann 1958. Arnar tók hið minna vélstjórapróf 1954.
Þeir Þórður á Skansinum stofnuðu og ráku félagið Vinnutæki ehf. og voru verktakar við ýmsar byggingaframkvæmdir í 9 ár. Síðan varð Arnar starfsmaður Vinnslustöðvarinnar til starfsloka.
Þau Soffía giftu sig 1956, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Grænuhlíð 4 til Goss 1973, síðar á Höfðavegi 6.

I. Kona Arnars, (3. júní 1956), er Soffía Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, húsfreyja, tónlistarmaður, f. þar 13. ágúst 1933.
Börn þeirra:
1. Sighvatur Arnarsson byggingatæknifræðingur í Reykjavík, f. 10. október 1954 í Bólstaðarhlíð. Fyrrum kona hans Steinunn María Jónsdóttir. Kona hans Ingunn Árnadóttir.
2. Ingibjörg Arnarsdóttir viðskiptafræðingur, með meistarapróf í fjármálum, fjármálastjóri, mannauðsstjóri, f. 13. febrúar 1971. Maður hennar Ólafur Þór Gylfason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.