Haukur Hauksson (Helgafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Haukur Hauksson.

Haukur Hauksson sjómaður fæddist 8. febrúar 1960 í Keflavík.
Foreldrar hans voru Haukur Guðmundsson yfirverkstjóri í Eyjum, f. 25. október 1929, d. 3. september 1991, og kona hans Theódóra Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1933, d. 29. júní 2014.

Börn Theódóru og Hauks:
1. Guðbjörg Ósk Hauksdóttir verkakona, öryrki, f. 11. október 1951 á Eskifirði, bjó síðast á Kirkjubæjarbraut 16, d. 2. júlí 2009.
2. Guðný Stella Hauksdóttir verkakona, söngvaskáld, verkalýðsbaráttukona, f. 17. nóvember 1953 í Keflavík, síðast á Áshamri 38a, d. 17. janúar 2015.
3. Ólöf Hauksdóttir verkakona, f. 29. ágúst 1955 í Keflavík. Maður hennar Ægir Sigurjónsson. Þau búa á Hásteinsvegi 4.
4. Haukur Hauksson sjómaður, f. 8. febrúar 1960 í Keflavík. Fyrrum sambýliskona Anna Ísfold Kolbeinsdóttir. Kona hans er Sigríður Högnadóttir. Þau búa í Helgafelli.
5. Arilíus Smári Hauksson sjómaður, f. 8. september 1971 í Eyjum. Kona hans Ólöf Una Ólafsdóttir. Þau búa á Akranesi.

Haukur var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Keflavík, flutti með þeim til Eskifjarðar 1960 og til Eyja 1963. Þar bjó hann með þeim á Flötum 16.
Haukur gerðist sjómaður.
Hann eignaðist barn með Önnu Ísfold 1978.
Þau Sigríður giftu sig 1987, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 88, síðan á Brimhólabraut 2, en eru nýflutt í Helgafelli við Helgafellsöxl.

I. Sambýliskona Hauks var Anna Ísfold Kolbeinsdóttir frá Hvoli við Urðaveg, verkakona, sjókona, f. 24. nóvember 1955, d. 21. júní 2017.
Barn þeirra:
1. Óskar Þór Hauksson verkamaður, f. 7. ágúst 1978, d. 8. febrúar 2023. Barnsmóðir hans Berglind Ósk Sigvarðsdóttir.

II. Kona Hauks, (1. desember 1987), er Sigríður Högnadóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, skrifstofukona, f. 5. september 1955.
Börn þeirra:
2. Tinna Hauksdóttir framhaldsskólakennari, f. 1. nóvember 1986. Maður hennar Bjarni Geir Pétursson ættaður frá Oddsstöðum-vestri.
3. Daði Hauksson öryrki, f. 10. maí 1993. Unnusta Ágústa Jóhanna Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.