Martin Tómasson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Martin Tómasson.

Martin Tómasson frá Höfn, útgerðarmaður, forstjóri fæddist 17. júní 1915 á Miðhúsum og lést 1. janúar 1976.
Foreldrar hans voru Tómas M. Guðjónsson útgerðarmaður, umboðsmaður, kaupmaður, f. 13. janúar 1887 í Sjólyst, d. 14. júní 1958, og kona hans Hjörtrós Hannesdóttir frá Miðhúsum, húsfreyja, f. 20. febrúar 1888, d. 16. mars 1926.
Stjúpmóðir Martins og síðari kona Tómasar var Sigríður Vilborg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1899 á Brekkum á Rangárvöllum, d. 18. september 1968.

Börn Tómasar og Hjörtrósar:
1. Hannes skipstjóri, f. 17. júní 1913, d. 14. október 2003.
2. Martin Brynjólfur útgerðarmaður og forstjóri, f. 17. júní 1915, d. 1. janúar 1976.
3. Jóhannes bankaritari, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2016.

Börn Tómasar og Sigríðar Vilborgar:
4. Magnea Rósa húsfreyja, lyfjafræðingur og lyfsali, f. 20. september 1928.
5. Gerður Erla húsfreyja og gjaldkeri, f. 21. febrúar 1933.
6. Bragi öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.

Barn Tómasar og Guðrúnar Árnadóttur húsfreyju frá Hurðarbaki í Flóa, f. 19. september 1888, d. 28. september 1972:
7. Guðjón Tómasson eftirlitsmaður hjá Flugmálastjórn, f. 29. ágúst 1925, d. 2. desember 1977.
Uppeldisdóttir Tómasar var
8. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, bróðurdóttir Tómasar, f. 12. apríl 1912, d. 26. júlí 1982.

Martin var með foreldrum sínum, en móðir hans lést, er hann var á ellefta árinu. Hann var síðan með föður sínum og Sigríði stjúpmóður sinni.
Martín lærði í Héraðsskólanum á Laugarvatni og í Köbmandsskolen í Kaupmannahöfn, lauk þar verslunarprófi 1934.
Hann vann síðan við útgerð og verslun, fyrst með föður sínum, en síðan á eigin vegum og tók við fyrirtækinu Tómas M. Guðjónsson. Þeir ráku útgerð Lagarfoss VE og Sjöstjörnunnar VE. Hann varð einnig forstjóri fyrir umboði Olíufélagsins Skeljungs í Eyjum, var umboðsmaður Sameinaða gufuskipafélagsins og Bergenska gufuskipafélagsins.
Martin var um skeið formaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja og Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja. Einnig átti hann gildan þátt í rekstri Ísfélgs Vestmannaeyja.
Martin sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1962-1974, varamaður 1962-1966 og aðalmaður 1966-1974.
Hann var ræðismaður Dana 1959-dánardægurs.
Martin átti virkan þátt í íþróttalífi í Eyjum, stundaði knattspyrnu og var formaður Knattspyrnufélagsins Týs 1940-1948 og gerður að heiðursfélaga 1961.
Þau Bertha giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu húsið við Laugarbraut 1 og bjuggu þar til Goss 1973.
Þau bjuggu síðast í Stóragerði 16 í Reykjavík.
Martin lést 1976 og Bertha 2012.

Kona Martins, (27. janúar 1940), var Gíslína Bertha Gísladóttir frá Dalbæ, húsfreyja, f. 5. febrúar 1920 á Borg, d. 23. apríl 2012 á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Eyjólfur Martinsson framkvæmdastjóri f. 23. maí 1937 í Dalbæ, d 17. desember 2011. Kona hans Sigríður Sylvía Jakobsdóttir
2. Rósa Martinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 20. apríl 1941 á Laugarbraut 1. Maður hennar Ársæll Lárusson.
3. Emilía Martinsdóttir húsfreyja, efnaverkfræðingur, f. 12. nóvember 1949 á Laugarbraut 1. Maður hennar Sigurður Ingi Skarphéðinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.