Hjálmar Eiðsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hjámar Franz Jóhann Eiðsson frá Skálá í Sléttuhlíð í Fellshreppi í Skagafirði, bankastarfsmaður fæddist þar 28. desember 1925 og lést 29. júní 1992.
Foreldrar hans voru Eiður Sigurjónsson bóndi, kennari, hreppstjóri, oddviti, síðar þingvörður í Reykjavík, f. 10. september 1893, d. 15. október 1964, og kona hans Guðlaug Veróníka Franzdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1896, d. 14. maí 1988.

Hjálmar var með foreldrum sínum.
Hann varð gagnfræðingur í Menntaskólanum á Akureyri.
Hann flutti til Eyja 1952, varð verslunarmaður hjá Helga Benediktssyni, en 1954 varð hann starfsmaður Útvegsbanka Íslands í Eyjum og vann þar í 38 ár.
Hjálmar var félagi í Kór Landakirkju um langt árabil, en áður hafði hann sungið með Samkór Vestmannaeyja, en hann hafði verið formaður Samkórsins. Hann var félagi í AKÓGES.
Þau Guðrún Ágústa giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Heiðarveg 41 og við Birkihlíð 16.
Hjálmar lést 1992 og Guðrún Ágústa 2009.

I. Kona Hjálmars, (5. júní 1954), var Guðrún Ágústa Óskarsdóttir húsfreyja, starfsmaður Pósts og síma, f. 5. maí 1929, d. 8. desember 2009.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Hjálmarsdóttir, f. 11. október 1955. Sambúðarmaður hennar Sigurjón Þór Guðjónsson.
2. Viðar Hjálmarsson, f. 15. júní 1960. Kona hans Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.