Óskar Haraldsson (Nikhól)
Óskar Haraldsson frá Nikhól, netagerðarmeistari fæddist þar 7. ágúst 1929 og lést 22. ágúst 1985.
Foreldrar hans voru Haraldur Þorsteinsson frá Grímsstöðum í V-Landeyjum, verkamaður í Nikhól og á Grímsstöðum, f. 5. janúar 1902, d. 11. desember 1974, og kona hans Matthildur Málfríður Gísladóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1898 í Norðurhjáleigu í Álftaveri, d. 31. mars 1976.
Börn Matthildar og Haraldar:
1. Þóra Haraldsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1925 í Gerði, d. 13. apríl 2001.
2. Þorsteina Guðbjörg Haraldsdóttir, f. 14. júní 1926 í Nikhól, d. 27. mars 1927.
3. Gunnar Þorbjörn Haraldsson vélstjóri, húsvörður, f. 21. apríl 1928 í Nikhól, d. 30. desember 2010.
4. Óskar Haraldsson netagerðarmeistari, f. 7. ágúst 1929 í Nikhól, d. 22. ágúst 1985.
5. Guðbjörg Erla Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, verkakona, f. 21. júlí 1931 í Nikhól, d. 5. júní 2018.
Óskar var með foreldrum sínum í æsku, í Nikhól og síðan á Grímsstöðum.
Þau Ásta giftu sig 1954, bjuggu á Grímsstöðum til 1976 að undantekinni útilegu í Gosinu, en síðan á Höfðavegi 57.
Óskar lést 1985. Ásta hefur búið á Helgafellsbraut 23b frá 1994.
I. Kona Óskars, (16. október 1954), var Ásta Haraldsdóttir frá Fagurlyst, húsfreyja, starfsmaður á Sjúkrahúsinu, f. 28. nóvember 1934.
Börn þeirra:
1. Haraldur Óskarsson netagerðarmeistari, f. 6. janúar 1955 á Grímsstöðum.
2. Hörður Óskarsson viðskiptafræðingur í Eyjum, fjármálastjóri, aðalbókari, f. 18. ágúst 1957 á Grímsstöðum, d. 16. maí 2015.
3. Elínborg Óskarsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1958 á Grímsstöðum.
4. Sigbjörn Þór Óskarsson netagerðarmeistari, f. 28. október 1962 á Grímsstöðum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ásta.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.