Trausti Eyjólfsson (kennari)
Trausti Eyjólfsson búfræðingur, bóndi, hótelstjóri, æskulýðsfulltrúi, bifreiðastjóri, kennari, skólastjóri fæddist 19. febrúar 1928 að Skólavegi 25 og lést 30. ágúst 2020 á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi.
Foreldrar hans voru Sigurlína Sigurðardóttir verkakona, f. 4. desember 1892 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 8. október 1960, og Eyjólfur Þorsteinsson frá Hrútafelli, bóndi, f. 25. júlí 1892, d. 17. september 1973.
Systir Trausta af sömu móður var
1. Sigríður Jakobína Carlsdóttir Gränz, f. 18. október 1920 á Rauðafelli, d. 30. júlí 1924.
Auk þess átti Trausti 10 hálfsystkini, af sama föður.
Trausti varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1945, varð búfræðingur í Bændaskólanum á Hvanneyri 1946.
Hann var með móður sinni og Sigurði móðurbróður sínum í æsku, með móður sinni
á Boðaslóð 2 1935, á Fögruvöllum 1940, síðar námsmaður í Háagarði.
Trausti var bifreiðastjóri um skeið á Hvanneyri áður en hann hóf búfræðinám, vann við Sandgræðsluna í Gunnarsholti á Rangárvöllum 1947-1948, stofnaði nýbýlið Kornbrekku þar og þau Jakobína bjuggu þar 1949-1951.
Þau Jakobína fluttu til Eyja 1951. Þar vann Trausti hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja 1951-1954. Síðan var hann bóndi á Breiðabakka og þau Jakobína leigðu kúabúið á Lyngfelli 1954-1958, en fluttu þá að Volaseli í Lóni, A.-Skaft. og bjuggu þar 1958-1968, en Trausti var jafnframt kennari og skólastjóri barnaskólans í Lóni 1964-1968.
Þau Jakobína fluttu til Eyja 1968, ráku Hótel HB til 1971. Hann var æskulýðsfulltrúi í Eyjum frá 1971 og skólastjóri Vinnuskólans á sumrin fram að Gosi 1973.
Þau Jakobína fluttu að Hvanneyri í Borgarfirði 1973, þar sem Trausti var kennari við bændaskólann til starfsloka 1998 og sá um rekstur sumarhótelsins í mörg ár. Hann var einnig meðhjálpari kirkjunnar þar frá 1972-2017.
Trausti batt inn bækur og skjöl fyrir skólann.
Hann var listfengur, málaði myndir og orti og þýddi söngtexta.
Þau Jakobína giftu sig 1949, eignuðust átta börn. Þau bjuggu í Goðasteini við Kirkjubæjarbraut 11, í Hjálmholti, Lukku, í Hásteinsblokkinni og á Hótel HB, en síðast á Kirkjuhvoli við Kirkjuveg 65. Á Hvanneyri byggðu þau hús við Túngötu 7 og bjuggu þar.
Jakobína lést 2016 og Trausti 2020.
I. Kona Trausta (20. febrúar 1949), var Jakobína Björg Jónasdóttir frá Grænavatni í Mývatnssveit, húsfreyja, matráðskona, f. 26. mars 1927, d. 29. nóvember 2016.
Börn þeirra:
1. Jónas Traustason kennari, íþróttakennari, bifreiðakennari, f. 22. ágúst 1949. Fyrrum kona hans Hugrún Hlín Ingólfsdóttir. Kona hans Ha Thi Nuyens.
2. Hólmfríður Traustadóttir húsfreyja, verslunarmaður, dagmóðir, f. 16. mars 1951. Maður hennar Jón Karlsson.
3. Líney Traustadóttir húsfreyja, skólaliði, f. 9. október 1952. Maður hennar Jósef Rafnsson.
4. Hildur Traustadóttir húsfreyja í Köldukinn og á Hvanneyri, f. 16. febrúar 1955. Fyrrum maður hennar Þorgeir Jónsson. Maður hennar Ari Ingimundarson.
5. Kristbjörg Traustadóttir húsfreyja, skrúðgarðyrkjumaður, búfræðingur, landslagsarkitekt, hönnuður á Akranesi, f. 13. febrúar 1957. Barnsfaðir hennar Hörður Sigurðsson. Maður hennar Björgvin K. Björgvinsson.
6. Áslaug Traustadóttir húsfreyja, landslagsarkitekt, f. 31. desember 1958. Maður hennar Guðmundur J. Albertsson.
7. Hermann Helgi Traustason vinnuvélastjóri, bormaður, f. 1. maí 1962. Kona hans Margrét Jósefsdóttir.
8. Eysteinn Traustason tækniteiknari, innkaupastjóri, f. 28. júní 1966, ókvæntur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 5. september 2020. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Búfræðingar
- Bændur
- Kennarar
- Skólastjórar
- Bifreiðastjórar
- Hótelstjórar
- Æskulýðsfulltrúar
- Meðhjálparar
- Listamenn
- Fólk fætt á 20. öld
- Fólk dáið á 21. öld
- Íbúar á Fögruvöllum
- Íbúar við Strandveg
- Íbúar í Goðasteini
- Íbúar við Kirkjubæjarbraut
- Íbúar á Breiðabakka
- Ofanbyggjarar
- Íbúar á Kirkjuhvoli
- Íbúar við Kirkjuveg