Skarphéðinn Vilmundarson
Skarphéðinn Vilmundarson fæddist 25. janúar 1912 og lést 28. júlí 1971. Hann var flugumferðarstjóri á Vestmannaeyjaflugvelli.
Faðir Vilmundur Friðriksson skipstjóri í Vestmannaeyjum, f. að Strönd í Landeyjum 19.08.1883, d. 20.05.1923. Föðurafi Friðrik Hannesson vinnumaður að Strönd í Landeyjum, f. 14.11.1847, d. 13.05.1907. Föðuramma Katrín Jónsdóttir vinnukona að Strönd í Landeyjum, f. 06.04.1857, d. 21.07.1942.
Móðir Pálína Puríður Pálsdóttir húsmóðir, f. að Litlu-Grund í Reykjavík 23.07.1890, d. 17.11.1945. Móðurafi Páll Ólafsson múrari, f. 11.11.1872, d. 06.04.1926. Móðuramma Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir, f. að Keldum í Mosfellssveit 02.11. 1851, d. 04.07.1921.
Fyrri störf Sjómennska. Hóf störf hjá Flugmálastjórn í Vestmannaeum 16. október 1946, grunnnám hjá Flugmálastjórn 1948.
Starfsréttindi TWR-réttindi í Vestmannaeyjum.
Starfsferill Var með í ráðum við lagningu flugbrautar í Vestmannaeyjum, hóf fyrstur veðurathuganir þar vegna flugs og starfaði við flugvöllinn þegar hann hóf nám í flugumferðarstjórn og réðst til Flugmálastjórnar. Hætti störfum hjá Flugmálastjórn vegna veikinda 05.06.1968.
Maki, gifting 06.06.1942, Margrét Þorgeirsdóttir húsmóðir, f. í Vestmannaeyjum 18.01.1921, d. 19.06.1990. Tengdafaðir Þorgeir Eiríksson skipstjóri í Vestmannaeum f. 22.07.1886, d. 01.03.1942. Tengdamóðir Ingveldur Þórarinsdóttir húsmóðir, f. 03.01.1884, d. 15.09.1936.
Börn:
1. Yngvi Geir skipstjóri, f. 18.10.1948.
2. Fósturdóttir Guðfinna Guðfinnsdóttir (bróðurdóttir Margrétar) sjúkraliði og síðustu ár ráðgjafi hjá LÍN, f. 18.11.1956.