Hallvarður Sigurðsson (Pétursborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hallvarður Sigurðsson frá Pétursborg, verkamaður fæddist 14. maí 1902 á Seyðisfirði og lést 5. ágúst 1967.
Foreldar hans voru Sigurður Vigfússon sjómaður, verkamaður, f. 14. september 1865 á Hofi í Öræfum, d. 24. ágúst 1939, og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 1. september 1867 á Kirkjubæ, d. 10. mars 1945.

Börn Ingibjargar og Sigurðar voru:
1. Þuríður Björg Sigurðardóttir, f. 31. október 1891, d. 8. maí 1972.
2. Vigfús Sigurðsson, f. 24. júlí 1893, d. 25. febrúar 1970.
3. Einar Björn Sigurðsson, f. 25. október 1895, d. 14. nóvember 1964.
4. Gunnar Helgi Sigurðsson, f. 23. október 1897, d. 14. september 1964.
5. Jón Hjálmar Theodór Sigurðsson, f. 9. desember 1899, d. 5. ágúst 1959.
6. Hallvarður Sigurðsson, f. 14. maí 1902, d. 5. ágúst 1967.
7. Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson, f. 20. desember 1906, d. 30. janúar 1969.
8. Lilja Munnveig Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 17. mars 1912, d. 12. mars 1989.

Hallvarður var með fjölskyldu sinni í æsku, fluttist með henni frá Seyðisfirði til Eyja 1908.
Hann var með foreldrum sínum í Pétursborg 1920 og enn 1930.
Hallvarður stundaði mikið íþróttir á yngri árum sínum, einkum knattspyrnu.
Þau Sigríður giftu sig 1934, eignuðust sex börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
Þau bjuggu í Pétursborg á giftingarári sínu, á Laugalandi við fæðingu Guðbjargar 1935 og Ingibjargar 1936, voru komin á Vesturveg 29 við fæðingu Sigurðar 1937, bjuggu á Bakkastíg 3 1939.
Þau voru komin í Pétursborg 1945 og þar bjuggu þau síðan meðan báðum entist líf.
Hallvarður lést 1967. Sigríður fluttist síðar til Svalbarðseyrar og lést þar 1995.

Kona Hallvarðs, (16. júní 1934), var Sigríður Guðjónsdóttir, f. 26. júlí 1910 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 7. febrúar 1995.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Hallvarðsdóttir hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 4. maí 1935 á Laugalandi, d. 11. nóvember 2014.
2. Ingibjörg Hallvarðsdóttir, f. 15. apríl 1936 á Laugalandi.
3. Sigurður Hallvarðsson rafvirkjameistari, f. 9. maí 1937 á Vesturvegi 29, d. 5. nóvember 2006.
4. Ásta Hallvarðsdóttir húsfreyja í Eyjum og á Akureyri, f. 25. júní 1939 á Bakkastíg 3, d. 31. janúar 2019.
5. Andvana drengur, f. 5. febrúar 1948 í Pétursborg.
6. Hrefna Hallvarðsdóttir, f. 2. júní 1952 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.