Daníel Loftsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Daníel Loftsson verkamaður fæddist 23. febrúar 1914 í Vík í Mýrdal og lést 9. ágúst 1943 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Loftur Þorsteinsson trésmiður, málari í Vík, f. 11. mars 1875 í Reynisdal í Mýrdal, d. 19. febrúar 1917, og kona hans Guðlaug Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1874 í Valdakoti í Sandvíkurhreppi, Árn., d. 9. október 1946.

Börn Guðlaugar og Lofts:
1. Gunnlaugur Loftsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 22. apríl 1901, d. 15. apríl 1975.
2. Þorsteinn Loftsson bifreiðastjóri, f. 9. febrúar 1904, d. 24. mars 1959.
3. Daníel Loftsson verkamaður, f. 23. febrúar 1914, d. 9. ágúst 1943.

Daníel var með foreldrum sínum í Vík, en faðir hans lést, er Daníel var tæpra þriggja ára. Hann var með móður sinni, flutti með henni til Eyja 1924 og bjó með henni og Þorsteini bróður sínum í Nýja Bergholti við Vestmannabraut 67 1930, á Borgarhóli við Kirkjuveg 11 1940 til dánardægurs 1943.
Daníel vann verkamannastörf, var virkur keppandi í kattspyrnu á yngri árum sínum.
Hann lést 1943.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.