Árni Guðjónsson (Oddsstöðum)
Árni Guðjónsson frá Oddsstöðum, trésmíðameistari fæddist 12. mars 1923 og lést 16. nóvember 2002.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi og líkkistusmiður, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, og síðari kona hans Guðrún Grímsdóttir.
Börn Guðjóns á Oddsstöðum og fyrri konu hans Marteu Guðlaugu Pétursdóttur húsfreyju:
1. Kristófer, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981.
2. Pétur, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982.
3. Jón, f. 2. ágúst 1903, d. 12 febrúar 1967.
4. Herjólfur, f. 25. desember 1904, d. 31. janúar 1951.
5. Fanný, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.
6. Njáll Guðjónsson, f. 31. mars 1907, d. 16. janúar 1909 samkv. dánarskrá, en skráður tveggja mánaða gamall þar.
7. Njála, f. 22. desember 1909, d. 16. apríl 1997.
8. Guðmundur, f. 28. janúar 1911, d. 18. desember 1969.
9. Árni Guðjónsson, f. 21. júní 1912, d. 2. júní 1923.
10. Ósk, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.
11. Guðrún Guðjónsdóttir, f. 12. september 1915, d. 22. nóvember 1918.
Börn Guðjóns og síðari konu hans [[Guðrún Grímsdóttir
(Oddsstöðum)|Guðrúnar Grímsdóttur]] húsfreyju, f. 10. júní 1888, d. 4. maí 1981.
12. Ingólfur, f. 7. febrúar 1917, d. 16. nóvember 1998.
13. Guðlaugur, f. 2. júní 1919, d. 2. júní 2008.
14. Árni, f. 12. mars 1923, d. 16. nóvember 2002.
15. Vilborg, f. 22. ágúst 1924, d. 8. maí 2015.
Fósturbörn Guðrúnar og Guðjóns voru:
16. Hjörleifur Guðnason, f. 5. júní 1925, d. 13. júní 2007, systursonur Guðrúnar.
17. Jóna Halldóra Pétursdóttir sonardóttir Guðjóns, f. 18. ágúst 1933.
Árni var með foreldrum sínum í æsku, gekk í Gagnfræðaskólann, síðar
Iðnskólann. Hann nam trésmíðar hjá Guðmundi Böðvarssyni.
Um tvítugt fluttist hann til Sauðárkróks og rak þar byggingafyrirtæki með öðrum til ársins 1952, en þá fluttist hann til Reykjavíkur þar sem hann bjó síðan.
Í Reykjavík stofnaði hann trésmíðafyrirtæki og rak það meðan
heilsa leyfði.
Hann lést 2002.
I. Barnsmóðir Árna var Guðrún Laufey Guðjónsdóttir frá Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal, f. 8. september 1913, d. 13. febrúar 2002. Foreldrar hennar voru Guðjón Daníelsson bóndi, f. 18. febrúar 1865, d. 1. október 1951 og kona hans Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. desember 1876, d. 19. apríl 1970.
Barn þeirra:
1. Guðjón Hreiðar Árnason byggingatæknifræðingur í Reykjavík, f. 17. október 1947. Kona hans er Ingibjörg Ottósdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1956.
II. Barnsmóðir hans var Ingibjörg Júlíana Stefánsdóttir húsfreyja á Sauðárkróki, f. 19. júlí 1919, d. 14. júlí 1972. Foreldrar hennar voru Stefán Vagnsson bóndi, skáld og kennari á Flugumýri og víðar, síðar á Sauðárkróki, f. 26. maí 1889, d. 1. nóvember 1963, og kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. júlí 1895, d. 10. júlí 1988.
Börn þeirra:
2. Stefán Árnason framkvæmdastjóri, verslunarmaður á Sauðárkróki, síðar í Reykjavík, f. 18. desember 1952, d. 20. nóvember 2005. Kona hans, (skildu), var Þórunn Oddný Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 12.
febrúar 1958.
3. Helga Árnadóttir húsfreyja, mynd- og handmenntakennari á Laugarvatni, f. 16. desember 1956. Maður hennar er Helgi Baldursson skólastjóri grunnskólans á Laugarvatni, f. 6. júní 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 20. nóvember 2002. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.