Pálmi Sigurðsson (Skjaldbreið)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Pálmi Sigurðsson.

Pálmi Sigurðsson frá Skjaldbreið, skipstjóri, netagerðarmaður fæddist 21. júlí 1920 á Skjaldbreið og lést 25. nóvember 2011.
Foreldrar hans voru Sigurður Ingimundarson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. maí 1879, d. 3. apríl 1962, og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1879, d. 9. ágúst 1965.

Börn Sigurðar og Hólmfríðar:
1. Árný Hanna Sigurðardóttir, f. 16. september 1909 á Skjaldbreið, d. 3. apríl 1921.
2. Júlíus Sigurðsson skipstjóri, f. 2. júlí 1912 á Skjaldbreið, d. 1. október 1974.
3. Friðjón Sigurðsson lögfræðingur, sýslumaður og síðar skrifstofustjóri Alþingis, f. 17. mars 1914 á Skjaldbreið, d. 14. október 1997.
4. Sigríður Rósa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1915 á Skjaldbreið, d. 3. júlí 2000.
5. Kristinn Sigurðsson skipstjóri og síðar slökkviliðsstjóri, f. 2. september 1917 á Skjaldbreið, d. 26. júní 1984.
6. Pálmi Sigurðsson skipstjóri, f. 21. júlí 1920 á Skjaldbreið, d. 25. nóvember 2011.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Árna Ingimundarsonar og Elsu Tómasdóttur var
7. Ágústa Guðrún Árnadóttir húsfreyja, f. 15. júní, d. 2. maí 1991.

Pálmi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var sjómaður 1936-1939 og var í siglingum á þessum árum. Hann tók meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942 og var stýrimaður á ýmsum skipum, sem sigldu til Englands á stríðsárunum.
Þá var hann á b.v. Elliðaey frá 1947, lengst stýrimaður til 1953, þá skipstjóri á b.v. Bjarnarey í tvö ár.
Pálmi var með ýmsa báta frá 1956 og eigin útgerð til 1964.
Hann vann síðan við netagerð í Vestmannaeyjum.
Pálmi leysti af skipstjóra frá 1964 og sigldi ýmsum skipum til Englands og Þýskalands.
Þau Stefanía giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Faxastíg 25, Skjaldbreið 1945, síðan á Hólagötu 18.
Þau fluttust í Garðabæ 1974.
Pálmi tók sveinspróf í netagerð og vann við hana til 1981 er hann hóf störf hjá Glerborg í Hafnarfirði.
Síðustu tvö árin bjuggu þau Stefanía í Hraunbúðum í Eyjum.
Pálmi lést 2011 og Stefanía 2016.

Kona Pálma, (16. desember 1943), var Stefanía Marinósdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1924, d. 19. september 2016.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Pálmadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1941 á Faxastíg 25. Fyrrum maður hennar Sigurbjörn Ólafur Seyðfjörð Ragnarsson. Maður hennar Geir Haukur Sölvason.
2. Sigmar Pálmason, f. 23. mars 1943 á Faxastíg 25. Kona hans Kristrún Axelsdóttir.
3. Páll Pálmason, f. 11. ágúst 1945 á Skjaldbreið, d. 6. nóvember 2021. Kona hans Guðrún Kristín Guðjónsdóttir.
4. Hafþór Pálmason, f. 22. febrúar 1954 á Hólagötu 18, d. 10. september 1977.
Barn Pálma með Guðbjörgu Maríu Helgadóttur:
5. Ragna María Pálmadóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 27. mars 1941. Maður hennar Sigþór Magnússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.